Grunur er um að maður hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Stendur leit yfir með þyrlu Landhelgisgæslunnar, auk kafara og báta.
Vísir greinir frá.
Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að tilkynning hafi borist til lögreglu um málið klukkan 8 í morgun.