fbpx
Sunnudagur 23.mars 2025
Fréttir

Fyrrverandi kærasta Hauks greindi frá broti bílstjórans gegn dóttur hennar – „Ég skynjaði angistina í rödd hennar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. mars 2025 10:28

Haukur Ægir Hauksson og verjandi hans, Oddgeir Einarsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV sat í gær réttarhöld yfir Hauki Ægi Haukssyni sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps vegna atvika sem áttu sér stað á bílaplani fyrir utan heimili hans í Norðlingaholti aðfaranótt laugardagsins 11. mars árið 2023. Haukur átti þar í höggi við sýrlenskan skutlara eftir að ung dóttir kærustu hans hafði tjáð honum og móður sinni að bílstjórinn hefði brotið gegn sér kynferðislega.

Sjá einnig: Réttarhöld hafin yfir Hauki sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps – „Flestir feður hefðu brugðist eins við og ég þetta kvöld“

Sýrlenski bílstjórinn missti meðvitund í átökum við Hauk og var fluttur á bráðadeild. Í gær greindum við meðal annars frá vitnisburði Hauks og bílstjórans í málinu.

Sjá einnig: Sýrlenski bílstjórinn segist vera 80% öryrki eftir árásina – „Ég hélt ég væri dáinn“

Fyrrverandi kærasta Hauks, sem jafnframt er móðir stúlkunnar sem bílstjórinn áreitti, bar vitni um atvik þessa örlagaríku nótt.

„Ég kem að þessu máli sem móðir brotaþola í öðru máli. Hún hefur samband við okkur Hauk vegna þess að hún er tekin upp í bíl, það tengist öðru máli sem varðar kynferðisbrot gegn henni. Hún hringdi og var í miklu uppnámi – ég skynjaði angistina í rödd hennar,“ sagði móðirin, en framburður hennar um atvik var samhljóði framburði Hauks Ægis. Hún lýsti aðdragandanum að því að bílnum var ekið að bílaplaninu fyrir utan heimili Hauks eftir að hún og Haukur höfðu leiðbeint dótturinni og bílstjóranum um staðsetninguna. Vanlíðan og ótti dótturinnar var auðheyranlegur í rödd hennar og olli móðurinni miklum áhyggjum. „Ég var í uppnámi sem móðir vegna þess að ég vissi að það var eitthvað alvarlegt að,“ segir hún.

Hún beið alllanga stund á planinu uns bíllinn birtist loksins en hann var ómerktur þó að bílstjórinn hefði gefið sig út fyrir að vera leigubílstjóri. Þegar hún opnaði bíldyrnar sá hún strax að stúlkan var í miklu uppnámi. Hún skýrði henni frá því að bílstjórinn hefði verið að káfa á henni innanklæða og reynt að kyssa hana, auk þess að keyra hana úr leið miðað við áfangastaðinn sem hún hafði gefið upp. „Ég var alltaf að biðja hann um að hætta, mamma, en hann hætti aldrei,“ hafði hún eftir dóttur sinni. Skýrði hún frá því að hún hefði sagt stúlkunni að fara inn til Hauks og leggja sig en sjálf settist hún í framsætið við hlið bílstjórans til að ræða við hann.

Óttaðist bílstjórann og drap á bílnum

Bílstjórinn neitaði þessum ásökunum, vísaði á vin sinn, eins og ótiltekinn vinur hans væri sá seki og bar sig aðeins og hann væri að fara að aka burt. Sagði hún að henni hefði verið órótt inni í bíl með geranda dóttur hennar og hafi hún drepið á bílnum. Haukur kom að skömmu síðar og settist inn í aftursætið. Bílstjórinn neitaði ákaft sök uns þau sögðust ætla að hringja á lögregluna. Þá játaði bílstjórinn loksins og sagði: „Yes, yes, sorry.“

„Ég reiðist og slæ til hans og það sprakk á honum vörin. Hann byrjar að hrækja á mig blóði og hrækir blóði á Hauk aftur fyrir sig. Það verður bara einhvern veginn ótrúlega mikil tensjón þarna. Hann verður mjög órólegur og vill komast burtu, eins og það versta væri að lögreglan kæmi á staðinn. Upphófust slagsmál í bílnum þar sem þau slógu ítrekað til bílstjórans sem sló þau á móti.

Hún lýsti því síðan að bílstjórinn hefði opnað bíldyrnar sín megin og dregið spýtu undan sætinu. Átökin bárust út úr bílnum og segir hún bílstjórann hafa slegið Hauk í höfuðið með spýtunni svo hann fékk stóra kúlu á ennið og bitið hann í lærið. Átökin þróuðust síðan á þann veg að Haukur náði hálstaki á bílstjóranum og þeir lágu þannig í jörðinni uns lögregla kom á vettvang.

Konan sagði bílstjórann hafa verið í miklum árásarhug og lýsti viðbrögðum Hauks sem sjálfsvörn.

Öskrin heyrðust ekki á upptökunni

Konan sagði að bílstjórinn hefði barist ákaflega um í taki Hauks og öskrað stanslaust. Hafi Haukur átt í mestu vandræðum með að halda manninum kyrrum. Saksóknari benti henni á að þessi öskur heyrðust ekki í upptöku af símtali hennar við Neyðarlínuna. Hún gat ekki gefið skýringu á því hvers vegna svo var. Hún var líka spurð hvers vegna hún hefði ekki hringt strax á lögreglu í stað þess að standa í þrefi við bílstjórann og slagsmálum áður en hún kallaði til lögreglu. Hún bar meðal annars fyrir sig að bílstjórinn hefði bent á ókunnan vin sinn sem geranda og hún hefði viljað kanna það betur áður. Saksóknari benti henni á að það hefði ekki verið verið hennar að rannsaka málið og spurði hvort henni þætti ekki hafa verið eðlilegra að hafa strax samband við lögreglu.

Svaraði hún því til að hún hafi verið í miklu uppnámi vegna þess sem kom fyrir dóttur hennar og því kannski ekki tekið skynsamlegar ákvarðanir.

Við fjöllum áfram um þessi réttarhöld á morgun, sunnudag, og greinum þá frá framburði lögreglumanns á vettvangi. Kemur þar fram ósamræmi við lýsingu Hauks á atvikum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiríkur tekur Kristinn Karl á beinið – „Alveg sérlega ómerkilegri aðferð við að gera lítið úr fólki“

Eiríkur tekur Kristinn Karl á beinið – „Alveg sérlega ómerkilegri aðferð við að gera lítið úr fólki“
Fréttir
Í gær

Rannsaka hvort Rússar beri ábyrgð á eldsvoðanum sem lamaði Heathrow-flugvöll

Rannsaka hvort Rússar beri ábyrgð á eldsvoðanum sem lamaði Heathrow-flugvöll
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðbrögð við afsögn Ásthildar Lóu – „Forsætisráðherra hlýtur að þurfa að svara fyrir þennan trúnaðarbrest“

Viðbrögð við afsögn Ásthildar Lóu – „Forsætisráðherra hlýtur að þurfa að svara fyrir þennan trúnaðarbrest“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pílgrímar flykkjast að líki „áhrifavalds guðs“ – Bresk-ítalskur táningur verður brátt að dýrlingi kaþólsku kirkjunnar

Pílgrímar flykkjast að líki „áhrifavalds guðs“ – Bresk-ítalskur táningur verður brátt að dýrlingi kaþólsku kirkjunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær bætur eftir handtöku vegna aksturs á ADHD lyfjum á Akureyri – Þótti ör og með munnþurrk

Fær bætur eftir handtöku vegna aksturs á ADHD lyfjum á Akureyri – Þótti ör og með munnþurrk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: „Þetta er, held ég, heimsmet í heimsku“

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: „Þetta er, held ég, heimsmet í heimsku“