fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Fréttir

Yfirlýsing Ásthildar Lóu – „Af sögum hans að dæma var hann mun reyndari en ég varðandi kynferðismál“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 21. mars 2025 08:50

Ásthildur sagði af sér í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem sagði af sér embætti mennta-og barnamálaráðherra í gær, hefur gefið frá sér yfirlýsingu. Hún segist aldrei hafa verið leiðbeinandi piltsins sem hún átti í sambandi við.

 

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

Í fram­haldi af af­sögn minni úr embætti mennta- og barna­málaráðherra tel ég mik­il­vægt að eft­ir­far­andi komi fram.

Þótt marg­ir eigi sjálfsagt erfitt með að trúa því í dag þá var ég al­ger­lega óreynd í ástar­mál­um á þeim tíma sem ég kynnt­ist barns­föður mín­um, vorið 1989 og hafði aldrei verið við karl­mann kennd. Ég hafði tekið þátt í kristi­legu starfi frá 13 ára aldri og vin­ir mín­ir þar voru ýms­um aldri, bæði fólk sem var yngra en ég en einnig eldra. Ég kynn­ist barns­föður mín­um í gegn­um þetta starf en ég var aldrei for­stöðumaður fyr­ir neinu eða leiðbein­andi held­ur ein­fald­lega ein af hópn­um sem þarna var. Mér eldra fólk stóð fyr­ir þessu starfi, stjórnaði því og leiddi.

Þarna um vorið er barns­faðir minn tæp­lega sex­tán ára gam­all sem hann varð síðan í ág­úst 1989. Í fyrstu var ein­göngu um vináttu að ræða okk­ar á milli. Hann sótti í að ræða allt milli him­ins og jarðar við mig og mér líkaði vel við hann. Hann var skemmti­leg­ur og við náðum vel sam­an, án þess að nokkuð annað væri á bakvið það í mín­um huga. Þegar leið á sum­arið fór hann ekki í graf­göt­ur með að hann hafði mik­inn áhuga á nán­ara sam­bandi. Af sög­um hans að dæma var hann mun reynd­ari en ég varðandi kyn­ferðismál, enda hafði ég eins og áður sagði aldrei verið við karl­mann kennd. Hann hafði, ef ég man rétt, átt nokkr­ar kær­ust­ur og nefndi a.m.k. tvær kon­ur, mun eldri en mig, sem hann hafði átt í nánu sam­bandi við.

Ég tók nán­ara sam­band ekki í mál og reyndi ít­rekað að slíta sam­bandi við hann en við það færðist hann all­ur í auk­ana og þarna upp­lifði ég eitt­hvað sem í dag væri kallað elti­hrell­ing en það hug­tak var ekki til á þess­um tíma. Þetta tók á sig ýms­ar mynd­ir en m.a. fór hann að venja kom­ur sín­ar upp í Mos­fells­bæ þar sem ég bjó með föður mín­um og syst­ur, og hékk í kring­um húsið í alls kyns veðrum og kom svo á glugg­ann hjá mér þegar allt var orðið hljótt. Syst­ir mín fann hann a.m.k. tvisvar í bíl­skúrn­um okk­ar, þar sem hann hafði komið sér fyr­ir.

Mér leið illa með þetta. Ég hafði sam­visku­bit gagn­vart hon­um og til­finn­ing­um hans sem hann bar svona utan á sér og ég gat ekki end­ur­goldið þó mér þætti vænt um hann. Ég hafði líka áhyggj­ur af hon­um og aðstæðum hans sem voru á marg­an hátt erfiðar og mig langaði til að styðja hann og hjálpa á þann hátt sem ég gæti.

Það var eina svona nótt í lok sept­em­ber 1989 sem ég hleypti hon­um inn. Þarna er hann 16 ára gam­all og ég hrein­lega höndlaði ekki þess­ar aðstæður.

Þótt ég hefði ekk­ert sér­stak­lega verið að spá í það í þess­um aðstæðum, þá var 16 ára sjálfræðis­ald­ur­inn á þess­um tíma og samönd milli fólks á þess­um aldri voru alls ekki óal­geng þótt þau þættu ekki æski­leg. Ald­urs­mun­ur­inn var hins veg­ar nær alltaf í hina átt­ina.

Senni­lega varð ég ólétt strax þetta fyrsta skipti og eft­ir það varði sam­band okk­ar í nokkr­ar vik­ur. Son­ur okk­ar fæðist svo í júní 1990 þegar ég var 23 ára og barns­faðir minn tæp­lega 17 ára.

Fljót­lega eft­ir að barns­faðir minn komst að því að ég væri ófrísk minnkaði áhugi hans á mér veru­lega sem staðfesti það sem ég hafði fyr­ir löngu gert mér grein fyr­ir, að eng­in framtíð væri í sam­bandi okk­ar.

Þegar leið á meðgöng­una gufaði barns­faðir minn upp og ég fann enga leið til að ná í hann. Ein­hvern veg­inn fann ég samt út að hann væri flutt­ur inn með konu sem var eldri en ég og náði einu sinni í hann til henn­ar þegar ég þurfti að ræða við hann.

Síðustu mánuðina fyr­ir fæðing­una vissi ég svo lítið sem ekk­ert af barns­föður mín­um og ekki var um neitt sam­band að ræða. Það er ekki fyrr en ég er bók­staf­lega að fæða barnið á fæðing­ar­deild­inni sem hann birt­ist og ég samþykki að hann fengi að koma inn og hann var því viðstadd­ur fæðing­una.

Eft­ir að barnið er fætt reyndi ég að vera í sam­bandi við barns­föður­inn til að hann gæti verið í sam­skipt­um við son sinn. Hér verður að muna að eng­ir farsím­ar voru til, ein­ung­is heimasím­ar.

Ég hringdi þannig oft í hann og bauð hon­um heim og fór þá með barnið til að sækja hann. Þetta gekk í nokk­ur skipti en svo fór að verða mjög erfitt að ná í hann og ef ég náði í hann og við ákváðum stað og stund, þá stóðst það ekki og hann lét aldrei vita af því. Ég var því stund­um hring­sólandi í kring­um vist­ar­ver­ur hans með barnið í bíln­um í kannski klukku­tíma, án þess að hann léti sjá sig.

Í þau skipti sem ég leitaði til for­eldra hans í þeim efn­um sögðust þau ekki vita hvar hann væri niður­kom­inn og ljóst að hann bjó ekki hjá þeim og sam­band hans við for­eldr­ana erfitt.

Sem ung móðir hugsaði ég fyrst og fremst um son minn og naut til þess stuðnings föður míns og syst­ur. Eft­ir erfiðleika við að halda uppi sam­skipt­um við barns­föður­inn og reyna yf­ir­leitt að kom­ast að því hvar hann væri að finna, sem var veru­lega íþyngj­andi, ákvað ég að hætta að standa í því að hafa frum­kvæði að þess­um sam­skipt­um. Frum­kvæðið gæti verið á hans könnu.

Sem ein­stæð móðir með mjög tak­mörkuð fjár­ráð fór ég þarna fyrst fram á meðlags­greiðslur lög­um sam­kvæmt sem barns­faðir­inn greiddi sam­visku­lega.

Þegar dreng­ur­inn okk­ar um tveggja og hálfs árs gam­all, fæ ég án nokk­urs fyr­ir­vara boð frá dóms­málaráðuneyt­inu vegna þess að barns­faðir­inn vilji fá um­gengni við dreng­inn aðra hvora helgi. Miðað við það sem á und­an var gengið treysti ég hon­um hrein­lega ekki til að standa und­ir þeirri ábyrgð. Það varð hins veg­ar úr að sam­komu­lag var gert um að hann fengi til reynslu að hitta dreng­inn einu sinni í mánuði á heim­ili mínu hjá föður mín­um.

Þetta gekk eft­ir í tvö eða þrjú skipti en eft­ir það sýndi barns­faðir­inn ekk­ert frum­kvæði að því að eiga sam­skipti við dreng­inn. Hann sendi drengn­um held­ur aldrei af­mæl­is- eða jóla­gjaf­ir né sýndi nokk­urt frum­kvæði að því að eiga í sam­skipt­um við hann.

Þegar dreng­ur­inn varð þriggja ára birt­ist barns­faðir­inn án fyr­ir­vara í af­mælið sem ég sagði hon­um að gengi ekki. Hann yrði að gera boð á und­an sér og við yrðum að finna sam­eign­lega tíma til sam­funda þeirra. Þarna var hann með gjöf, þá einu sem hann nokk­urn tím­ann gaf syni sín­um.

Við upp­rifj­un þess­ar­ar sögu í gær, rifjaðist upp í sam­tali mín og syst­ur minn­ar að barns­faðir minn hefði ein­hvern tím­ann, senni­lega þegar barnið er um fjög­urra ára gam­all, viljað fá barnið til sín um helgi því hann væri kom­in í sam­búð. Ég sagði eins og áður að hann yrði að kynn­ast hon­um fyrst. Hon­um fannst ég veru­lega ósann­gjörn en fylgdi þessu ekki eft­ir.

Það er vert að hafa í huga að á þess­um árum vissi ég aldrei ná­kvæm­lega hvar barns­faðir­inn bjó eða hvert síma­núm­er hans væri. Ég átti því enga mögu­leika á að hafa sam­band við hann, hvorki eft­ir af­mælið til að bjóða hon­um að hitta barnið né þegar hann fylgdi þess­ari seinni bón sinni ekki eft­ir.

Eft­ir þetta sýndi barns­faðir­inn eng­an áhuga á því að eiga í sam­skipt­um við son sinn, þó mig rámi í að hann hafi komið þegar hann var um átta ára gam­all, en man ekki hvernig það kom til.

Barn er ekki pakki, sem maður af­hent­ir ein­hverj­um þótt hann hafi tekið þátt í getnaðinum ef ekk­ert sam­band er til staðar. Mér telst svo til að barns­föðurn­um hafi fjór­um eða fimm sinn­um dottið í hug að hann vildi hitta dreng­inn og það virðist alltaf hafa átt að vera á hans for­send­um og þegar hon­um hentaði. Það var aldrei nein eft­ir­fylgni af hans hálfu eða vilji til að leggja á sig að ná tengsl­um við barnið. Sem for­sjáraðili barns­ins bar mér að gæta að því og hef al­gjör­lega hreina sam­visku gagn­vart syni mín­um og barns­föðurn­um hvað það varðar.

Fyr­ir til­vilj­un rakst barns­faðir­inn á son sinn þegar hann var 19 ára gam­all. Eft­ir það hitt­ust þeir einu sinni og aldrei eft­ir það. Síðustu sam­skipt­in voru árið 2010 með skila­boðum til barns­föður­ins á Face­book.

Son­ur okk­ar er 35 ára í dag. Hann hef­ur því verið lögráða og full­orðin sam­kvæmt lög­um í 17 ár. Þeir hitt­ust einu sinni af til­vilj­un en þar fyr­ir utan hef­ur faðir hans aldrei á öll­um þess­um árum gert minnstu til­raun til að hitta hann eða mynda sam­band þeirra í milli. Miðað við mína fyrri reynslu get ég ekki sagt að það komi mér á óvart.

Þegar son­ur minn er rétt rúm­lega eins árs kynnt­ist ég nú­ver­andi manni mín­um sem gekk syni mín­um í föðurstað með öllu sem því fylg­ir. Sam­skipti og sam­band þeirra feðga hafa alla tíð verið mjög góð og því ekk­ert nema eðli­legt að hann væri kennd­ur við eina föður­inn sem hann hef­ur þekkt.

Þriðju­dag­inn 11. mars sýn­ir aðstoðarmaður for­sæt­is­ráðherra mér texta­skila­boð þar sem ég var rétt að hefja þát­töku í umræðum á Alþingi. Skilaðboðin voru stutt og á þá leið að kona sem var nafn­greind og ég kannaðist alls ekki við vildi fund með for­sæt­is­ráðherra um mig. Ég vona að eng­inn lasti mér fyr­ir að vera for­vit­in um hver þessi kona var og um hvaða mál sem snertu mig hún vildi ræða.

Eft­ir að hafa leitað fyr­ir mér sé ég að hún og barns­faðir eldra son­ar míns voru vin­ir á Face­book. Mig fór því að renna í grun um hvaða mál hún vildi tala án þess að ég vissi nokkuð um hver tengsl þess­ar­ar konu og barns­föður­ins væru. Sunnu­dag­inn 16. mars hafði ég fyrst síma­sam­band við kon­una og þá kom í ljós að hún væri fyrr­ver­andi tengda­móðir barns­föður­ins. Hún sakaði mig um að hafa beitt hann tálm­un­um í sam­skipt­um við son hans sem ég neita al­farið að ég hafi gert, sam­an­ber það sem ég rakti hér að ofan.

Í þessu sam­tali og nokkr­um öðrum þar á eft­ir í vik­unni sem er að líða seg­ir hún mér að hún hafi sent er­indi vegna þess­ara mála til for­sæt­is­ráðherra og þar sem þau hafi ekki virkað eins og hún vildi, myndi hún leita ann­ara leiða. Hún sagðist þó ekki ætla með málið í fjöl­miðla þegar ég spurði um það og full­yrti að barns­faðir­inn væri ekki á bakvið þenn­an mála­til­búnað.

Það var síðan í gær­morg­un, fimmtu­dag­inn 20. mars, að fréttamaður á RÚV send­ir skila­boð til aðstoðar­konu minn­ar og ósk­ar eft­ir viðtali við mig um sam­band mitt við barns­föður­inn fyr­ir 35-36 árum. Þá var auðvitað ljóst í hvað stefndi.

Ég hef alla tíð brunnið fyr­ir mál­efn­um barna og ung­menna og út­skrifaðist sem kenn­ari árið 1994 þegar son­ur minn var við fjög­urra ára ald­ur­inn. Sem mennta- og barna­málaráðherra fékk ég ein­stakt tæki­færi til að láta margt gott af mér leiða í þess­um mik­il­væga mála­flokki. Uppi voru og eru áætlan­ir um margs kon­ar mál til úr­bóta fyrr börn og ung­menni.

Þegar ljóst var að RÚV myndi segja frétt af þessu máli tæp­lega fjöru­tíu ára sam­bandi mínu og barns­föður­ins frá einni hlið, hvort sem ég mætti í viðtal eða ekki, stóð ég frammi fyr­ir því að mín per­sónu­legu mál frá því ég var ung kona myndu skyggja á ekki bara öll mín störf í mennta- og barna­málaráðuneyt­inu held­ur öll störf rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem hef­ur metnaðarfull áform um breyt­ing­ar í al­mannaþágu.

Sam­starfs­fólk mitt, sam­herj­ar í rík­is­stjórn og inn­an þing­flokka stjórn­ar­flokk­anna ásamt mér yrði elt uppi af öll­um fjöl­miðlum til að krefjast svara og álits á mín­um per­sónu­legu mál­um. Mál­um sem ég full­yrði kinn­roðalaust að hafa eng­in áhrif á störf mín sem ráðherra. En það var ekki mitt að ráða þeirri för.

Eft­ir sam­töl við nán­asta sam­starfs­fólk mitt, börn­in mín, föður og syst­ur og síðan for­ystu­kon­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar var það mín ákvörðun að láta þessi mál ekki taka alla at­hygli frá þeim mik­il­vægu mál­um sem unnið er að í ráðuneyti mínu og inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar í heild. Það var ekki auðveld ákvörðun en hún var mín. Síðasta sím­talið var síðan við eig­in­mann minn sem stadd­ur var í út­lönd­um til að greina hon­um frá þess­ari ákvörðun minni.

Hálf­tíma síðar var ég mætt rétt fyr­ir klukk­an sex í gær­dag í viðtal við frétta­mann RÚV þar sem ég lagði eins heiðarlega og ég gat eft­ir mínu minni öll spil­in á borðið. Á þeirri sömu stundu var út­varpað frétt í Spegl­in­um, sem ég heyrði ekki og hafði ekki verið upp­lýst um inni­hald þeirr­ar frétt­ar, þar sem ým­is­legt var sagt sem sam­ræm­ist ekki mínu minni af þess­um kafla í lífi mínu fyr­ir 35-36 árum.

Nú þegar ég hef sagt af mér embætti sem tek­ur form­lega gildi þegar for­sæt­is­ráðherra og for­seti Íslands hafa staðfest það, vona ég að sam­starfs­fólki mínu í ráðuneyt­inu, þing­flokki og hinum stjórn­ar­flokk­un­um verði hlíft við því að vera krafið dóma yfir mér og mínu einka­lífi. Þau eiga það ekki skilið að vera blandað í mín einka­mál og fá von­andi frið til að sinna þeim mik­il­vægu verk­um sem þau hafa tek­ist á hend­ur á Alþingi og í rík­is­stjórn.

Ég mun ekki að sinni veita frek­ari viðtöl vegna þessa máls og vona að fjöl­miðlar sjái sér fært að birta þessa yf­ir­lýs­ingu mína jafn­vel þótt hún sé löng. En í mín­um huga er mik­il­vægt að staðreynd­ir þessa máls frá mín­um bæj­ar­dyr­um séð fái sömu at­hygli og frétt­ir af þessu máli hafa nú þegar fengið í flest­um fjöl­miðlum lands­ins.

Sam­starfs­fólki mínu í rík­is­stjórn og þing­flokk­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar sendi ég bar­áttu­kveðjur með þakk­læti fyr­ir þann heiður að hafa fengið að gegna því mik­il­væga trúnaðar­starfi fyr­ir al­menn­ing sem felst í því að vera mennta -og barna­málaráðherra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Réttarhöld hafin yfir Hauki sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps – „Flestir feður hefðu brugðist eins við og ég þetta kvöld“

Réttarhöld hafin yfir Hauki sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps – „Flestir feður hefðu brugðist eins við og ég þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ásthildur Lóa fær stuðning úr mörgum áttum – „Ég vil ekki endilega vammlausan barnamálaráðherra“

Ásthildur Lóa fær stuðning úr mörgum áttum – „Ég vil ekki endilega vammlausan barnamálaráðherra“
Fréttir
Í gær

Óeining í Skagafirði um framtíð Héraðsvatna

Óeining í Skagafirði um framtíð Héraðsvatna
Fréttir
Í gær

Yfirflugfreyja segir Margréti hafa verið drukkna og mjög æsta – „Margrét, ætlarðu að eyðileggja orðspor þitt?“

Yfirflugfreyja segir Margréti hafa verið drukkna og mjög æsta – „Margrét, ætlarðu að eyðileggja orðspor þitt?“