Landsréttur hefur stytt gæsluvarðhaldsúrskurð yfir einum sakborninganna í Gufunesmálinu, en það varðar grun um manndráp hóps manna á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, 65 ára manni frá Þorlákshöfn.
Sakborningurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, til 16. apríl, í Héraðsdómi Suðurlands. Úrskurðinum var áfrýjað til Landsréttar sem ákvað að stytta lengd gæsluvarðhaldsins og er maðurinn nú úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. apríl.
Þetta staðfestir Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður, verjandi sakborningsins, í samtali við DV.
Sjö eru nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins, þar af tvær konur.