fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Fréttir

Brottrekstur flugumferðarstjóra sem sakaður var um kynferðisbrot stendur óhaggaður

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. mars 2025 12:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms sem sýknaði dótturfélag Isavia, Isavia ANS ehf, af kröfum manns sem starfaði sem flugumferðarstjóri. Krafðist hann bóta eftir að hafa verið sagt upp störfum í kjölfar þess að nemi í flugumferðarstjórn sakaði hann og annan flugumferðarstjóra um kynferðisbrot en rannsókn á því máli var felld niður.

Hluti af starfi mannsins var að sinna kennslu í flugumferðarstjórn.

Í júlí 2021 var honum sagt upp störfum fyrir alvarleg brot á siðareglum Isavia og dótturfélaga þess. Uppsögnin kom í kjölfar þess að kona sem var nemi í flugumferðarstjórn kærði manninn og annan mann sem hafði sinnt kennslu í flugumferðarstjórn fyrir kynferðisbrot sem átt hafi sér stað á heimili mannsins í júní 2020.

Konan fundaði með starfsfólki Isavia ANS ásamt föður sínum í júlí 2020. Sagðist konan á fundinum lítið muna eftir atvikum þar sem hún hefði verið í óminnisástandi en væri staðráðin í að halda málinu áfram.

Í dómi Landsréttar er því næst lýst ítarlega samskiptum mannsins við Isavia ANS í kjölfar þess að kæran var lögð fram á hendur honum. Lögð var áhersla á að tryggja vinnuumhverfið í ljósi þeirra miklu krafna sem gerðar eru til flugumferðarstjóra og þeirrar líkamlegu og andlegu heilsu. Í júní 2021 hafi fyrirtækið talið stöðuna vera orðna erfiða þar sem málið hefði spyrst út. Í kjölfar þess að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á málinu hafi verið tekin ákvörðun um að segja manninum upp störfum.

Bréfið

Fram kemur í dómnum að lýsingar í bréfi héraðssakóknara þar sem tilkynnt var um niðurfellingu málsins hafi haft úrslitaáhrif á að manninum var sagt upp. Maðurinn viðurkenndi að hafa haft samfarir við konuna og sagði samstarfsmann sinn hafa komið upp í rúm til þeirra og lagst ofan á konuna og nuddað sér upp við hana. Vildu þeir meina að konan hafi verið vel meðvituð um hvað væri að gerast og hefði verið samþykkur því.

Í bréfi héraðssaksóknara kom fram að konan hefði vaknað nakin uppi í rúmi með mönnunum sem hefðu báðir verið naktir og ekki munað hvernig hún hefði endað í þeim aðstæðum. Hún hefði síðast munað eftir í heitum potti með mönnunum á heimili mannsins sem fór í málið við Isavia ANS.

Starfsmenn félagsins neituðu fullyrðingum mannsins að honum hefði verið tjáð að ekkert yrði gert meira í málinu eftir að lá fyrir að héraðssaksóknari hefði fellt málið niður.

Í niðurstöðu Landsréttar segir að ágreiningur málsaðila hafi snúið að því hvort maðurinn hafi orðið uppvís að grófu broti í starfi samskvæmt samkomulagi gert var í tengslum við kjarasamning sem gilti um störf flugumferðarstjórans. Vísar rétturinn til að siðaregla Isavia ANS sem vísað var til í ráðningarsamningi mannsins og að þar væri kveðið á um að hann ætti að varast að framkoma hans varpaði rýrð á starf hans eða vinnuveitenda hans. Í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum væru gerðar ríkar kröfur til flugumferðarstjóra. Í ljósi alls þessa hefði Isavia ANS verið heimilt að segja manninum upp. Sýknudómur héraðsdóms var því staðfestur og uppsögn mannsins stendur því óhögguð.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gunnar Smári um upplausnina í Sósíalistaflokknum – „Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins“

Gunnar Smári um upplausnina í Sósíalistaflokknum – „Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirlýsing Ásthildar Lóu – „Af sögum hans að dæma var hann mun reyndari en ég varðandi kynferðismál“

Yfirlýsing Ásthildar Lóu – „Af sögum hans að dæma var hann mun reyndari en ég varðandi kynferðismál“
Fréttir
Í gær

Þrjú börn handtekin eftir líkamsárás og skemmdarverk

Þrjú börn handtekin eftir líkamsárás og skemmdarverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Töpuðu dómsmáli og sátu uppi með gífurlegan kostnað – Fengu svo enn eitt áfallið þegar ósanngjarn reikningur barst frá lögmanni þeirra

Töpuðu dómsmáli og sátu uppi með gífurlegan kostnað – Fengu svo enn eitt áfallið þegar ósanngjarn reikningur barst frá lögmanni þeirra