fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Fréttir

Af hverju er Trump með menntamál á heilanum?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. mars 2025 08:30

Donald Trump er ekki mikill vinur bandarískra háskóla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í gærkvöldi undir forsetatilskipun um að Menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna yrði lagt niður. Ákvörðunin kemur ekki á óvart enda hafa Trump og fylgismenn hans fundið ráðuneytinu flest til foráttu og sagði forsetinn að tímabært væri að hvert og eitt ríki sæi um sín menntamál.

Bent hefur verið á að aðeins hafi verið um pólitískt leikrit að ræða enda hefur Trump ekki þau völd að geta lagt heilt ráðneyti niður. Það er á forræði Bandaríkjaþings og ólíklegt að tilskipunin fljúgi í gegn þar. Trump hefur hins vegar gripið til margvíslegra aðgerða til að takmarka starfsemi ráðuneytisins, til að mynda segja upp meira en helmingi starfsfólks ráðuneytisins og skrúfa fyrir ýmsa styrki til þess.

Þá klóruðu stjórnmálaspekingar sér í kollinum yfir því að á sama tíma og Trump lýsti því yfir að ráðuneytið yrði lagt niður þá sagði hann að það myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum.

En hvers vegna eru Trump og Repúblikanar á hans bandi með menntamálin á heilanum? CNN tók saman umfjöllun um þetta atriði og þar kom fram að Trump sjái ráðuneytið og helstu háskóla landsins sem gróðrastíu frjálslyndra viðhorfa og nánast útungunarstöð aktívista sem séu á móti flestum athöfnum forsetans. Þar ræður woke-hugsunarhátturinn ríkjum sem er eitur í beinum Trump.

Takmarkið er því að draga úr tjáningafrelsi Bandaríkjamanna þó að Trump flaggi því reglulega að fátt sé honum hugleiknara.

Óttast margir menntamenn í Bandaríkjum að aðgerðir Trump muni eyðileggja það orðspor sem fer af mörgum bandarískum háskólum sem taldir eru með þeim bestu í heimi.

Þá eru aðgerðir Trump sagðar minna á aðgerðir einræðisherra í öðrum löndum. Eitt fyrsta verk Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, þegar hann settist á valdastól var að draga úr áhrifum Vesturlanda í rússneskum háskólum og stemma stigu við uppgangi frjálsyndra viðhorfa. Þá hefur Viktor Orban, forseti Ungverjalands og góðvinur Trump, verið í sömu baráttu í heimalandinu.

Skoðanakannanir í Bandaríkjunum sýna að um tveir þriðju kjósenda séu á móti aðgerðum Trump varðandi áðurnefnt ráðuneyti og því verður fróðlegt að sjá hvernig málin þróast á næstu vikum og mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gunnar Smári um upplausnina í Sósíalistaflokknum – „Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins“

Gunnar Smári um upplausnina í Sósíalistaflokknum – „Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirlýsing Ásthildar Lóu – „Af sögum hans að dæma var hann mun reyndari en ég varðandi kynferðismál“

Yfirlýsing Ásthildar Lóu – „Af sögum hans að dæma var hann mun reyndari en ég varðandi kynferðismál“
Fréttir
Í gær

Umferðaróhapp á Vesturlandsvegi – Stöðvar umferð til borgarinnar

Umferðaróhapp á Vesturlandsvegi – Stöðvar umferð til borgarinnar
Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin í máli Möggu Frikka gegn Icelandair – „Þá ferð þú ekki með þessu flugi“

Réttarhöld hafin í máli Möggu Frikka gegn Icelandair – „Þá ferð þú ekki með þessu flugi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Töpuðu dómsmáli og sátu uppi með gífurlegan kostnað – Fengu svo enn eitt áfallið þegar ósanngjarn reikningur barst frá lögmanni þeirra

Töpuðu dómsmáli og sátu uppi með gífurlegan kostnað – Fengu svo enn eitt áfallið þegar ósanngjarn reikningur barst frá lögmanni þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir að héraðsdómur hafi blessað ofbeldi lögreglu gegn mótmælendum

Lögmaður segir að héraðsdómur hafi blessað ofbeldi lögreglu gegn mótmælendum