fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Fréttir

Viðtalið við Ásthildi Lóu – „Hann var ofboðslega hrifinn af mér“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 20. mars 2025 20:01

Ásthildur Lóa í viðtalinu. Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir segist hafa stuðning ríkisstjórnarinnar varðandi afsögn sína sem mennta-og barnarmálráðherra.

Hún segist ekki hafa brotið á piltinum sem hún átti í ástarsambandi við.

„Hann var ofboðslega hrifinn af mér og alveg sama hvað ég reyndi að komast undan þá gekk það ekki,“ segir Ásta Lóa í viðtali við RÚV.

Hún segir ekki sömu umræðu um sambönd hafa verið á þessum tíma og í dag. Aldursmunurinn hafi ekki verið óvanalegur, yfirleitt þó eldri strákar og yngri stelpur.

„Ég er ekki sama manneskjan og ég var þegar ég var 22 ára gömul,“ segir Ásta.

Vildi heyra í konunni

Ásta Lóa hafði samband við aðstandana mannsins, konu, sem tilkynnti málið til forsætisráðuneytisins.

Sjá einnig:

Ásthildur Lóa segir af sér – Eignaðist barn með unglingspilti þegar hún var 23 ára

„Ég hringdi í hana því ég vissi ekki hvaða kona þetta var. Ég hringdi í hana til að spyrja hvert erindið væri og hún gerði það. Við áttum samtal þar sem ég fann að hún var ekki sammála því sem ég var að segja og leit allt öðruvísi á málin þrátt fyrir að ég væri að reyna að útskýra fyrir henni hvernig sagan væri,“ segir Ásta. Samtalið hafi endað á því að hún vildi hitta þessa konu.

Hafi hún hringt í nokkur skipti en aldrei var svarað.

„Þar sem ég vissi um hvað málið snerist taldi ég mikilvægt að hitta hana og heyra í henni svoleiðis að ég fór og tékkaði á því hvort hún væri heima. Það var allt upplýst og ég bankaði upp á, ég gerði það,“ segir Ásta.

Hafi hún fengið þau skilaboð frá aðstandanum að hún ætlaði ekki með málið í fjölmiðla.

Aðspurð um hver hefði lekið upplýsingunum í hana segir Ásta það hafa verið aðstoðarmann forsætisráðherra.

Líður ekki vel með ákvörðunina

Segist Ásta ekki líða vel með ákvörðunina. Enginn hafi gert kröfu um afsögn. Allir hafi sínar beinagrindur og þetta sé hennar og hún sé komin upp.

„Ég tel ekki að þessi saga myndi hafa nokkur áhrif á vinnu mína í ráðuneytinu,“ segir hún. „En ég geri mér grein fyrir því að þetta yrði stöðugt í sviðsljósinu og myndi kasta skugga á allt sem ég er að gera þar og allt það sem ríkisstjórnin er að gera.“

„Hann kom tvisvar“

Aðspurð um meinta tálmun segir Ásta málið ekki eins vaxið og hafi verið lýst. Það hafi ekki verið af ástæðulausu að umgengnin hafi verið lítil.

Hún segist hafa gert allt sem hún gat fyrstu mánuðina til að stuðla að umgengni. Hún hafi skipulagt tíma og sækja og skutla. Barnsfaðirinn hafi hins vegar ítrekað ekki mætt.

Seinna hafi komið krafa um umgengni en hún ekki viljað senda son sinn svo lengi í burtu til hans. Sáttin sem náðist hafi verið sú að hann myndi hitta soninn einu sinni í mánuði. „Hann kom tvisvar, eftir það var það ekki meir,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Marciano Aziz í Gróttu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ásthildur Lóa segir af sér – Eignaðist barn með unglingspilti þegar hún var 23 ára

Ásthildur Lóa segir af sér – Eignaðist barn með unglingspilti þegar hún var 23 ára
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fær bætur eftir handtöku vegna aksturs á ADHD lyfjum á Akureyri – Þótti ör og með munnþurrk

Fær bætur eftir handtöku vegna aksturs á ADHD lyfjum á Akureyri – Þótti ör og með munnþurrk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættulegt skotvopn tekið af sjómanni á Norðurlandi – Ekki sannað að hann hefði breytt byssunni

Hættulegt skotvopn tekið af sjómanni á Norðurlandi – Ekki sannað að hann hefði breytt byssunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Melabúðin: „Óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík“

Melabúðin: „Óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík“