fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Fréttir

Viðbrögð við afsögn Ásthildar Lóu – „Forsætisráðherra hlýtur að þurfa að svara fyrir þennan trúnaðarbrest“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 20. mars 2025 21:03

Netheimar loga vegna málsins sem var upplýst í kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppljóstrun um 35 ára gamalt ástarsamband Ásthildar Lóu Þórsdóttur og afsögn hennar sem ráðherra hefur valdið straumhvörfum í stjórnmálunum. Samfélagsmiðlarnir nötra líka. Hér er á meðal þess helsta sem netverjar hafa að segja um málið.

 

Stefán Pálsson sagnfræðingur er farinn að velta fyrir sér arftaka í mennta-og barnamálaráðuneytinu. Telur hann eitt nafn borðleggjandi val.

„Lilja Rafney er langreyndasti almenni þingmaðurinn í Flokki fólksins. Yrði erfitt að ganga fram hjá henni núna við val á ráðherra,“ segir Stefán.

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, sýnir enga miskunn.

„Bernskubrek er nýja leiðin til að afsaka siðleysi fyrri ára. Vörumst þórðargleðina,“ segir hann.

Ekki heldur Jón Trausti sonur hans og framkvæmdastjóri Heimildarinnar.

„Það er rannsóknarefni fyrir íslenskt stjórnmálakerfi hversu dómgreindarlaust fólk kemst í ráðherradóm,“ segir Jón Trausti.

Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, er ánægður með snögga afsögn.

„Svona skjót viðbrögð eru vel þegin. Venjulega hefur þurft að draga ráðherrastóla af fólki með töngum … gott að vita að fyrrverandi ráðherra skilji allavega alvarleika málsins svona eftirá,“ segir hann. Lekinn sé hins vegar alvarlegur. „En svo er það þessi trúnaðarbrestur. Sá sem sendir erindi fær loforð um trúnað en því er svo lekið til ráðherra. Það er ekki lítið mál.“

Flokkssystir hans, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, gerir lekann einnig að umtalsefni.

„Forsætisráðherra hlýtur að þurfa að svara fyrir þennan trúnaðarbrest. Það gengur ekki að hún láti ekki ná í sig þegar jafn alvarlegt atvik hefur átt sér stað í hennar ràðuneyti,“ segir Þórhildur.

Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri, sér fyrir sér stærri tíðindi í pólitíkinni en skipti á einum ráðherra.

„Er þetta tíminn til að benda á að það þarf bara Þórdísi Kolbrúnu í Viðreisn til að skipta Flokki fólksins út fyrir Framsókn í Ríkisstjórn?“ segir hann.

Fjölmiðlakonan margreynda Þóra Kristín Ásgeirsdóttir veltir fyrir sér lögunum sem vísað var til í frétt RÚV.

„Afhverju var RÚV að lesa upp úr núgildandi lögum í umfjöllun um 35 ára gamalt mál? Þetta er vont mál, ásakanir um tálmun og leka innan stjórnarráðsins, En það er of æsilegt að fara að ræða um fangelsisdóma vegna 35 ára gamals ástarsambands,“ segir hún. „P.s Ég held að við höfum misst góðan ráðherra. Kannski var það óhjákvæmilegt en það er of mikið fjör í glerhúsinu fyrir minn smekk.“

Séra Hildur Eir Bolladóttir segir að enginn eigi rétt á ráðherraembætti. Eðlilegt sé að hún segi af sér.

„Fólk er kallað til þeirrar ábyrgðar. Það þýðir ekki að það megi ekki eiga skuggalausa fortíð því það á engin miðaldra manneskja heldur er skýrt að í umboði þjóðar þarf svo valdamikil manneskja að hafa unnið þannig úr sínum erfiðu málum að hún hafi ekkert að fela. Það er sjaldgæft í íslensku samfélagi að ráðherrar segi af sér af því að hér á landi er ráðherradómur meðhöndlaður svolítið eins og fálkaorða,“ segir Hildur. „Ráðherraembættið er hins vegar ekki viðurkenning fyrir vel unnin störf heldur bévítans ábyrgð og þjónusta sem á ekki að leggja á neinn til langs tíma. Að því sögðu finn ég til samkenndar með Ásthildi, barnsföður hennar og þeirra barni í þessari sögu, sögu ungs fólks sem hefði þurft góðan stuðning á sínum tíma til að ráða úr sínum málum, já í tíðaranda þar sem fólk varð fullorðið langt fyrir aldur fram og beið þess aldrei bætur. Mig langar að hvetja landann til að ræða þetta mál edrú og af samlíðan því að með þeim dómi sem þið dæmið munu þið dæmd og með þeim mæli sem þið mælið mun ykkur mælt verða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Af hverju er Trump með menntamál á heilanum?

Af hverju er Trump með menntamál á heilanum?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pílgrímar flykkjast að líki „áhrifavalds guðs“ – Bresk-ítalskur táningur verður brátt að dýrlingi kaþólsku kirkjunnar

Pílgrímar flykkjast að líki „áhrifavalds guðs“ – Bresk-ítalskur táningur verður brátt að dýrlingi kaþólsku kirkjunnar
Fréttir
Í gær

Fær bætur eftir handtöku vegna aksturs á ADHD lyfjum á Akureyri – Þótti ör og með munnþurrk

Fær bætur eftir handtöku vegna aksturs á ADHD lyfjum á Akureyri – Þótti ör og með munnþurrk
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: „Þetta er, held ég, heimsmet í heimsku“

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: „Þetta er, held ég, heimsmet í heimsku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Maðurinn dó eftir að árásarmennirnir komust yfir fjármuni hans

Gufunesmálið: Maðurinn dó eftir að árásarmennirnir komust yfir fjármuni hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneykslast á umræðunni um Höllu: „Það er eins gott að ég varð ekki forseti, Morgunblaðið gæti fengið flog“

Hneykslast á umræðunni um Höllu: „Það er eins gott að ég varð ekki forseti, Morgunblaðið gæti fengið flog“