Vegna umferðaróhapps er Vesturlandsvegur lokaður við Vínlandsleið í vestur á leið til borgarinnar. Þetta kemur fram í færslu á vef Vegagerðarinnar nú fyrir stundu.
Að minnsta kosti þrjár sjúkrabifreiðar eru á vettvangi ásamt tveimur slökkviliðsbílum sem og allnokkrum lögreglubifreiðum.
Vísir greindi frá að jeppi hafi endað á hvolfi á veginum í kjölfar áreksturs fjögurra bíla. Bílarnir hafi skemmst talsvert en blessunarlega hafi enginn hlotið alvarlega áverka.
Fréttin verður uppfærð