Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjú börn í Hafnarfirði í gærkvöldi fyrir skemmdarverk og líkamsárás.
Frá þessu er greint í dagbók lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Aldur barnanna kemur ekki fram í skeytinu en þau voru látin laus að loknu viðtali við lögreglu og barnavernd.
Fjórir menn voru svo handteknir í hverfi 104 vegna líkamsárásar og fyrir ólöglegan vopnaburð. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku.
Einn til viðbótar var svo handtekinn í hverfi 203 vegna líkamsárásar og var viðkomandi vistaður í fangageymslu. „Minniháttar meiðsli,“ segir lögregla í skeyti sínu.