fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Fréttir

Þetta er hamingjusamasta þjóð heims – Ísland ofarlega á lista

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. mars 2025 09:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt árlegum lista World Happiness Report sem gefinn var út í vikunni. Þetta þarf ekki að koma á óvart enda er þetta áttunda árið í röð sem Finnar skipa efsta sætið á listanum.

Norðurlandaþjóðirnar skipa sér í efstu sætin og eru Danir í 2. sæti á listanum og Íslendingar í 3. sæti eins og í fyrra. Svíar koma svo þar á eftir á meðan Hollendingar sitja í 5. sætinu. Í sætum sex til tíu eru svo, í þessari röð: Kosta Ríka, Noregur, Ísrael, Lúxemborg og Mexíkó.

Ýmis atriði eru lögð til grundvallar niðurstöðunum sem byggjast á könnunum sem Gallup framkvæmir. Þar eru þátttakendur til dæmis spurðir út í ýmsa hluti varðandi lífsgæði og náungakærleik svo eitthvað sé nefnt.

Í neðsta sæti á listanum er Afganistan en þar á undan koma Sierra Leone, Líbanon, Malaví og Simbabve.

Hér má kynna sér niðurstöðurnar betur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Réttarhöld hafin í máli Möggu Frikka gegn Icelandair – „Þá ferð þú ekki með þessu flugi“

Réttarhöld hafin í máli Möggu Frikka gegn Icelandair – „Þá ferð þú ekki með þessu flugi“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Varpar ljósi á það sem hefur gerst á bak við tjöldin – „Litlu framleiðendurnir verða að lækka verð sitt um tugi prósenta”

Varpar ljósi á það sem hefur gerst á bak við tjöldin – „Litlu framleiðendurnir verða að lækka verð sitt um tugi prósenta”
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Maðurinn dó eftir að árásarmennirnir komust yfir fjármuni hans

Gufunesmálið: Maðurinn dó eftir að árásarmennirnir komust yfir fjármuni hans
Fréttir
Í gær

Hneykslast á umræðunni um Höllu: „Það er eins gott að ég varð ekki forseti, Morgunblaðið gæti fengið flog“

Hneykslast á umræðunni um Höllu: „Það er eins gott að ég varð ekki forseti, Morgunblaðið gæti fengið flog“
Fréttir
Í gær

Garpur: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“

Garpur: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fundu 30 ára uppsafnaðan forhúðarost hjá giftum manni – Óbærileg fýla á læknastofunni

Fundu 30 ára uppsafnaðan forhúðarost hjá giftum manni – Óbærileg fýla á læknastofunni