Norðurlandaþjóðirnar skipa sér í efstu sætin og eru Danir í 2. sæti á listanum og Íslendingar í 3. sæti eins og í fyrra. Svíar koma svo þar á eftir á meðan Hollendingar sitja í 5. sætinu. Í sætum sex til tíu eru svo, í þessari röð: Kosta Ríka, Noregur, Ísrael, Lúxemborg og Mexíkó.
Ýmis atriði eru lögð til grundvallar niðurstöðunum sem byggjast á könnunum sem Gallup framkvæmir. Þar eru þátttakendur til dæmis spurðir út í ýmsa hluti varðandi lífsgæði og náungakærleik svo eitthvað sé nefnt.
Í neðsta sæti á listanum er Afganistan en þar á undan koma Sierra Leone, Líbanon, Malaví og Simbabve.
Hér má kynna sér niðurstöðurnar betur.