fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Fréttir

Sjáðu í hvaða sveitarfélagi höfuðborgarsvæðisins mestu er hent af sorpi, á hvern íbúa

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. mars 2025 15:30

Frá mótttöku- og flokkunarstöðinni í Gufunesi. Mynd/Sorpa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sorpa hefur birt niðurstöður húsasorpsrannsóknar sinnar fyrir árið 2024. Þar kemur fram að sorpflokkun hefur borið þann árangur að magn sorps sem skilar sér í sorptunnur við heimili, grenndargáma og endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu hefur farið minnkandi síðan 2020 en þó vex það frá 2023. Þegar kemur að magni sorps úr tunnum við heimili þá er það augljóslega mest í fjölmennasta sveitarfélaginu á svæðinu, Reykjavík, en þegar kemur að magninu á hvern íbúa þá breytist myndin eilítið og þá er það Garðabær sem trónir á toppnum en minnst er það á hvern íbúa í Mosfellsbæ.

Heildarmagn matarleifa, pappírs, plast og blandaðs úrgangs sem hent var á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu, fór úr 224 kílóum á mann árið 2020 niður í 187 kíló árið 2024. Magnið jókst þó á síðasta ári frá árinu 2023 en þá var það 180 kíló á hvern íbúa en það ár var byrjað að innleiða sorpflokkun í núverandi mynd á heimilum á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar kemur að magni sorps í tunnum við heimili íbúa þá er í rannsókninni það sundurliðað eftir flokkum og sveitarfélögum og á hvern íbúa.

Garðabær

Minnst magn á hvern íbúa kemur úr tunnum í Mosfellsbæ. Af blönduðum úrgangi eru það 72,8 kíló, 32,7 kíló af matarleifum, 23,6 kíló af pappír og 11,6 af plasti. Alls eru það 140,7 kíló á hvern íbúa.

Þar á eftir koma Hafnfirðingar. Upp úr þeirra tunnum komu, á hvern íbúa, 80,5 kíló af blönduðum úrgangi, 34,1 kíló af matarleifum, 22,9 af pappír og 10,2 kíló af plasti. Alls 147,7 kíló á hvern íbúa.

Reykjavík er á svipuðum slóðum og Hafnarfjörður. Þar kom á síðasta ári upp úr tunnum við heimili, á hvern íbúa, 81,7 kíló af blönduðum úrgangi, 34,8 af matarleifum, 21,9 af pappír og 9,5 af plasti. Alls fóru því 147,9 kíló af rusli frá hverjum íbúa Reykjavíkur í heimilistunnurnar.

Í Kópavogi var magnið nokkru meira. Úr tunnum Kópavogsbúa komu, reiknað á hvern íbúa, 84,6 kíló af blönduðum úrgangi, 35,3 kíló af matarleifum, 28,9 af pappír og 11,9 af plasti. Samtals 160,7 kíló á hvern íbúa.

Seltirningar skiluðu af sér enn meira sorpi á hvern íbúa. Af blönduðum úrgangi 80 kílóum, 43 kílóum af matarleifum, 27,4 kílóum af pappír og 11,4 af plasti. Alls 161,8 kíló á hvern íbúa.

Mest sorp á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu kom úr heimilistunnum Garðbæinga. Af blönduðum úrgangi 83 kíló, 39,7 af matarleifum, 29,7 af pappír og 11,8 af plasti. Alls 164,2 kíló á hvern íbúa.

Heildin

Þegar kemur að heildarmagni þá er það að sjálfsögðu mest í tunnum íbúa Reykjavíkur. Í rannsókninni kemur fram heildarmagn í grenndargámum en það er ekki sunduliðað eftir sveitarfélögum eins og magnið sem kom úr heimilistunnunum. Í rannsókninni kemur ekki fram hvert var magnið sem kom beint á endurvinnslustöðvar. Í grenndargáma skiluðu sér alls 1.420.442 kíló, 1.420,44 tonn.

Heildarmagn sem kom í heimilistunnur á höfuðborgarsvæðinu var 20.297 tonn af blönduðum úrgangi, þar af 11.335 úr tunnum í Reykjavík en blandaður úrgangur á höfuðborgarsvæðinu er urðaður. Úr tunnum fyrir matarleifar komu 8.770 tonn og þar af voru 4.836 tonn úr tunnum Reykvíkinga. Af plasti var heildarmagnið 2.574 tonn en 1.325 tonn frá Reykjavík. Heildarmagn pappírs og pappa var 5.977 tonn og af því komu 3.045 tonn úr reykvískum tunnum.

Á síðasta ári hentu því íbúar höfuðborgarsvæðisins 37.618 tonnum af sorpi í tunnur við heimili sín og af því áttu 20.297 tonn að fara í urðun en afgangurinn í endurvinnslu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: „Þetta er, held ég, heimsmet í heimsku“

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: „Þetta er, held ég, heimsmet í heimsku“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirflugfreyja segir Margréti hafa verið drukkna og mjög æsta – „Margrét, ætlarðu að eyðileggja orðspor þitt?“

Yfirflugfreyja segir Margréti hafa verið drukkna og mjög æsta – „Margrét, ætlarðu að eyðileggja orðspor þitt?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Umferðaróhapp á Vesturlandsvegi – Stöðvar umferð til borgarinnar

Umferðaróhapp á Vesturlandsvegi – Stöðvar umferð til borgarinnar
Fréttir
Í gær

Þrjú börn handtekin eftir líkamsárás og skemmdarverk

Þrjú börn handtekin eftir líkamsárás og skemmdarverk
Fréttir
Í gær

Töpuðu dómsmáli og sátu uppi með gífurlegan kostnað – Fengu svo enn eitt áfallið þegar ósanngjarn reikningur barst frá lögmanni þeirra

Töpuðu dómsmáli og sátu uppi með gífurlegan kostnað – Fengu svo enn eitt áfallið þegar ósanngjarn reikningur barst frá lögmanni þeirra
Fréttir
Í gær

Hættulegt skotvopn tekið af sjómanni á Norðurlandi – Ekki sannað að hann hefði breytt byssunni

Hættulegt skotvopn tekið af sjómanni á Norðurlandi – Ekki sannað að hann hefði breytt byssunni
Fréttir
Í gær

Melabúðin: „Óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík“

Melabúðin: „Óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík“