Lögreglan á Suðurlandi hefur birt nafn hins látna í Gufunesmálinu. Hann hét Hjörleifur Haukur Guðmundsson.
Hjörleifur var 65 ára gamall þegar hann lést og búsettur í Þorlákshöfn.
„Fyrr í dag lagði lögreglustjórinn á Suðurlandi fram kröfur fyrir héraðsdómi Suðurlands um framlengingu gæsluvarðhalds yfir tveimur einstaklingum vegna rannsóknar á meintri fjárkúgun, frelsissviptingu og manndrápi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. „Alls sæta sjö aðilar, fjórir karlmenn og þrjár konur, gæsluvarðhaldi vegna málsins.“