fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
Fréttir

Ingvar hitti mann í heita pottinum sem sagði farir sínar ekki sléttar: „Séríslensk forræðishyggja“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. mars 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, hyggst leggja fram þingmál á næstunni sem miðar að því að breyta fyrirkomulagi varðandi endurnýjun ökuskírteina hjá eldri ökumönnum hér á landi.

Ingvar gerði þetta að umtalsefni í ræðu á Alþingi í vikunni og ræðir svo málið frekar í samtali við Morgunblaðið í dag.

Í ræðu sinni á þriðjudag sagði Ingvar:

„Ég var staddur í heitum potti um daginn og spjallaði við eldri mann á áttræðisaldri sem ég þekkti til. Hann var að klára sinn daglega sundsprett. Hann er iðinn, heimsækir barnabörnin sín mjög reglulega, sinnir félagsstörfum og syngur í kór, hann hefur keyrt bíl í yfir 50 ár án þess að hafa nokkurn tímann lent í slysi þótt hann hafi einu sinni lent í því að kúplingin hafi farið milli Akureyrar og Varmahlíðar — en það er svo sem önnur saga. Það er samt þannig, virðulegi forseti, að annað hvert ár þarf þessi góði herramaður að gangast undir sérstakt ferli til þess að endurnýja ökuskírteini sitt, ekki vegna þess að hann hafi sýnt þess merki að vera óhæfur eða vegna hrakandi heilsu heldur einfaldlega vegna aldurs síns.“

Sjá einnig: Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn:„Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Bætti Ingvar við að íslensk lög geri ráð fyrir því að eldri borgarar hljóti að vera hættulegir í umferðinni og það sé þeirra að sýna fram á hið gagnstæða og endurnýja ökuleyfi sitt mun oftar en gengur og gerist í okkar nágrannalöndum.

„Þar gildir ökuskírteinið oft í 10–15 ár og læknisvottorðs er eingöngu krafist ef sérstakar ástæður gefa tilefni til þess. Hér á landi aftur á móti gildir ökuleyfið í fjögur ár fyrir þau sem eru 70 ára. Svo styttist það í þrjú ár fyrir 71 árs, tvö ár fyrir 72 ára og aðeins eitt ár fyrir þau sem eru 80 ára og eldri. Til að endurnýja ökuleyfið sitt þurfa eldri borgarar að sækja um slíkt hjá sýslumanni og framvísa læknisvottorði. Ætla má að þúsundir eldri borgara þurfi því að endurnýja ökuleyfi sitt á hverju einasta ári. Það eru þúsundir læknisvottorða, hundruð klukkustunda og fjármagn sem fer í íslenska forræðishyggju í garð eldri borgara,“ sagði Ingvar í ræðu sinni undir dagskrárliðnum störf þingsins.

Hann sagði að eftir samtalið í heita pottinum hafi hann grennslast fyrir um rökin fyrir þessu fyrirkomulagi hér á landi og gripið í tómt.

„Það er lítið um gögn sem rökstyðja að það þurfi annað hvert ár að endurnýja ef þú ert 74–80 ára og eftir það á hverju einasta ári. Við Íslendingar lifum sífellt lengur og erum heilbrigðari lengur. Það er því kominn tími á það, virðulegi forseti, að endurskoða þessa séríslensku forræðishyggju og færa okkur nær því sem þekkist í nágrannaþjóðunum. Ég hyggst leggja fram þingmál þess efnis og vona að það hljóti góðar viðtökur í þessum sal.“

Sem fyrr segir ræðir Ingvar þetta í samtali við Morgunblaðið í dag og þar segir hann að ungur læknir hafi sagt honum að þetta væri hátt í helmingurinn af því sem hann er að gera á sama tíma og langir biðlistar eru á heilsugæslustöðvum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Maðurinn dó eftir að árásarmennirnir komust yfir fjármuni hans

Gufunesmálið: Maðurinn dó eftir að árásarmennirnir komust yfir fjármuni hans
Fréttir
Í gær

Hneykslast á umræðunni um Höllu: „Það er eins gott að ég varð ekki forseti, Morgunblaðið gæti fengið flog“

Hneykslast á umræðunni um Höllu: „Það er eins gott að ég varð ekki forseti, Morgunblaðið gæti fengið flog“
Fréttir
Í gær

Garpur: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“

Garpur: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fundu 30 ára uppsafnaðan forhúðarost hjá giftum manni – Óbærileg fýla á læknastofunni

Fundu 30 ára uppsafnaðan forhúðarost hjá giftum manni – Óbærileg fýla á læknastofunni