fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Forsetaframbjóðanda skipað að rífa bílskýli sem reist var í leyfisleysi – Slagur um dagsektir við borgina

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. mars 2025 10:30

Helga er í stappi við borgina. Mynd/Samsett/Reykjavíkurborg/SkjáskotRÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi, og eiginmaður hennar standa nú í stappi við Reykjavíkurborg vegna bílskýlis sem reist var án leyfis. Lagðar voru á dagsektir en hjónin fengu þeim hnekkt uns niðurstaða fæst í kærumál.

Bílskýlið var reist á lóð hjónanna að heimili þeirra í Grundarlandi í Fossvogi með samþykki meðlóðahafa. Hins vegar skorti leyfi frá borginni.

Byggingafulltrúi sendi hjónunum bréf þann 22. ágúst síðastliðinn þar sem þeim var tilkynnt að borist hefði ábending um að búið væri að reisa óleyfilegt mannvirki á lóðinni, það er téð bílskýli og skúr utan byggingarreits. Var þeim skipað að rífa skýlið niður innan 90 daga annars yrðu lagðar á dagsektir.

Heimildin fullnýtt

Eiginmaður Helgu, Theodór Jóhannsson, óskaði eftir afstöðu skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar til bílskýlisins þann 30. september.

Skipulagsfulltrúi tók hins vegar neikvætt í erindið og sagði það ekki samræmast gildandi skipulagi. Í gildandi skipulagi komi fram að bifreiðageymsla sé í húsinu sjálfu eða áföst við það og að minnsta kosti eitt bílastæði á hverjum lóðarhluta. Heimild til byggingar bifreiðageymslu hafi því verið fullnýtt.

25 þúsund krónur á dag

Þann 28. nóvember fengu Helga og Theodór tilkynningu um það að ákvörðun byggingafulltrúa stæði en hún væri kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem þau og gerðu.

Sjá einnig:

Helga Þórisdóttir líklega á leið í forsetaframboð

Byggingafulltrúi sendi þeim svo bréf 23. janúar um að lagðar yrðu á dagsektir, það er 25 þúsund krónur á hvern dag sem dragist að verða við kröfu borgarinnar um niðurrif bílskýlisins.

Óskuðu þau eftir því við byggingafulltrúa þann 20. febrúar að dagsektirnar yrðu stöðvaðar á meðan kæra þeirra væri til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni en byggingafulltrúi synjaði því. Var sú ákvörðun þá kærð til sömu nefndar.

Fengu dagsektunum hnekkt

Á mánudag, 24. febrúar, úrskurðaði nefndin hjónunum í hag og frestaði dagsektunum. Í úrskurðinum segir að almenna reglan sé að kærur fresti ekki réttaráhrifum stjórnvaldsákvarðana.

„Það mæli hins vegar með því að fresta réttaráhrifum ákvörðunar ef aðili máls sé aðeins einn og ákvörðun er íþyngjandi fyrir hann, veldur honum t.d. tjóni. Þetta sjónarmið vegi sérstaklega þungt í þeim tilvikum þar sem erfitt yrði að ráða bót á tjóninu enda þótt ákvörðunin yrði síðar felld úr gildi af hinu æðra stjórnvaldi,“ segir í úrskurðinum. „Eins og málsatvikum er háttað þykir rétt að fresta réttaráhrifum ákvörðunarinnar enda liggja ekki fyrir knýjandi ástæður sem gera það að verkum að varhugavert sé að bíða niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar um ágreiningsefni máls þessa.“

Reist í góðri trú

Helga svaraði stuttlega fyrirspurn DV vegna málsins. Svar hennar er eftirfarandi:

„Bílskýlið var reist í góðri trú. Málið er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum
Fréttir
Í gær

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa