fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fréttir

Vörubílstjórar búast við svindli á kílómetragjaldskerfinu

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 19. mars 2025 14:38

Kílómetragjaldið er umdeilt. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landssamband vörubifreiðaeigenda telur að akstursmælar séu ekki nógu gott mælitæki sem grundvöllur fyrir kílómetragjald. Telur sambandið ástæðu til þess að óttast að mikil undanskot verði í kerfinu.

Þetta kemur fram í umsögn Landssambands vörubifreiðaeigenda við lagafrumvarpi Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra um kílómetragjald. Frumvarpið var lagt fram í marsbyrjun og gert ráð fyrir að nýtt kerfi taki gildi um mitt ár.

Telja vörubílaeigendur að frumvarpið sé ekki nægilega vel unnið til að sanngirni sé gætt. Til dæmis gagnvart eyðsluminni bílum. Er lagt til að frumvarpinu verði frestað þar til sanngjarnari útfærsla sé fundin.

Sjá einnig:

Mótmæla kílómetragjaldinu harkalega – Skatttekjur af ökutækjum séu í dag tvöfalt hærri en útgjöld til þjóðvega

„Sem dæmi má nefna að auðvelt er að breyta/aftengja mæla, hjólbarðastærð breytir talningu mælis og svo mætti lengi telja,“ segir í umsögninni.

Einnig er nefnt að eyðsluminni bílar komi verr út en eyðslufrekari í þessu kerfi, að notendur þurfi að greiða árlega fyrir aflestur kílómetramæla, að kostnaður bætist við vinnu skoðunarstöðva, að bílaleigur og erlendir ferðamenn skuli sleppa við kerfið og að gjaldtakan muni auka vörukostnað fyrir neytendur í dreifðari byggðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þingnefndin skoði lögreglu, en ekki blaðamenn

Þingnefndin skoði lögreglu, en ekki blaðamenn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“