fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fréttir

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. mars 2025 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku við Háskóla Íslands, gagnrýnir Höllu Tómasdóttur forseta í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Blaðið greindi frá því í gær að það hefði vakið athygli á 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á dögunum að Halla notaði ekki fullt nafn við undirskrift sína. Þetta sást á kveðju sem hún sendi sveitinni í dagskrárriti tónleikanna. Notaði Halla nafnið Halla Tomas.

Blaðið spurði forsetaembættið út í þetta og kom fram í svarinu að þetta væri undirskriftin sem Halla hefði notað áratugum saman og haldið óbreyttri síðan hún tók við embætti forseta.

Guðrún er spurð út í þetta í Morgunblaðinu í dag og þar er haft eftir henni að það sé „út í bláinn“ að hún noti ekki fullt nafn. Það sé engin réttlæting að Halla hefði búið erlendis lengi og hefði notað undirskriftina lengi.

„Það er ekk­ert betra. Hún var mikið í er­lend­um sam­skipt­um og þá var kannski erfitt að hafa „dótt­ir“. En hún býr á Íslandi og er að skrifa und­ir ís­lenskt plagg. Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað,“ segir Guðrún við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Taldi að hættulegur maður væri kominn til Bolungarvíkur – Lögreglumenn voru reiðubúnir að grípa til vopna

Taldi að hættulegur maður væri kominn til Bolungarvíkur – Lögreglumenn voru reiðubúnir að grípa til vopna
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur framdi líkamsárás á Domino´s

Unglingsdrengur framdi líkamsárás á Domino´s
Fréttir
Í gær

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“
Fréttir
Í gær

Átti rétt á að rifta leigusamningi eftir að lögregla hafði gert húsleit á veitingastaðnum

Átti rétt á að rifta leigusamningi eftir að lögregla hafði gert húsleit á veitingastaðnum
Fréttir
Í gær

Verktakar og birgjar sameinast um stuðning við UMFG

Verktakar og birgjar sameinast um stuðning við UMFG
Fréttir
Í gær

„Maður verður að geta hlegið að sjálfum sér, í sínu lífi“

„Maður verður að geta hlegið að sjálfum sér, í sínu lífi“