fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fréttir

Fékk svimandi reikning frá bifvélavirkja – „Ég bað ekki um allar þessar viðgerðir og reikningurinn er langtum hærri en ég átti von á“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 19. mars 2025 10:00

Ungi maðurinn er í klemmu eftir viðskiptin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á þrítugsaldri telur sig hafa gert mistök með því að fara ekki með bílinn sinn á verkstæði heldur að láta mann sem svíkur undan skatti gera við hann. Fékk hann himinháan reikning og búið var að laga alls konar hluti sem hann bað ekki um.

Maðurinn, sem er 25 ára hálfíslenskur, greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Reddit. Hann keypti nýlega 2005 árgerð af Mercedes Benz sem þurfti að gera ýmislegt við. Hann hugðist laga bílinn sjálfur, bæði til að bæta bílinn og læra á hann sjálfur.

Hann fór með bílinn í skoðun fyrir skemmstu og fékk endurskoðun vegna bremsudiska og lega að aftan. Einnig vantaði nýjan altenator sem hann keypti sjálfur.

„Fyrst að legurnar og altenatorinn voru það auðveldastar að laga undir bílnum ákvað ég að fara með bílinn til „frænda bifvélavirkja“, maður frá Austur-Evrópu sem er ódýr, tekur reiðufé og svindlar á skattinum,“ segir maðurinn. „Ég sagði honum að laga aðeins það sem stóð á skoðunarmiðanum sem og að skipta um altenatorinn.“

Lagaði hluti óumbeðinn

Síðan kom rukkunin upp á 300 þúsund krónur. En það var sama upphæð og hann hafði borgað fyrir Benzinn.

Kom þá í ljós að hann hafði lagað miklu fleiri hluti en hann var beðinn um. Svo sem númeraplötuna, bremsuklossa, aðra bremsudiska, framljósin og fleira.

„Hann „lagaði“ líka handbremsuna, ég hafði lagað hana fyrir tveimur mánuðum og núna virkar hún ekki,“ segir maðurinn. Einnig hafi bæst við bilanir svo sem rafmagnshljóð í mælaborðinu. Einnig hafi þessi „frændi“ rukkað tvöfalt fyrir annan bremsudiskinn.

„Ég hafði slæma tilfinningu fyrir honum, þannig að ég sagðist ekki eiga nógu mikinn pening og borgaði bara helming,“ segir maðurinn að lokum. „Hvað get ég gert í þessu? Ég bað ekki um allar þessar viðgerðir og reikningurinn er langtum hærri en ég átti von á.“

Ekki besta hugmyndin

Fjölmargir hafa brugðist við færslunni og ráðin eru flest á einn veg. Aðeins eigi að fara með bílinn á viðurkennd bifvélaverkstæði, ekki til grunsamlegra aðila sem starfa ólöglega eða á gráu svæði.

„Kannski var ekki besta hugmyndin að fá þjónustu hjá manni sem svindlar á skattinum,“ segir einn netverji. „Það að hann hafi gert alla þessa auka vinnu án þess að spyrja þig fyrst er stórt rautt flagg,“ segir annar. „Ég hef heyrt þessa sögu svo oft. Þetta gerist jafn vel þó þú sért að versla við viðurkennd verkstæði,“ segir sá þriðji.

Dýrt að gera við gamla Benza

Aðrir benda á að þessi kostnaður sé ekkert allt of mikill. Það geti verið dýrt að laga og skipta um hluti í gömlu Benzum.

„Einn gormur í gömlum Benz getur kostað allt að 100.000 krónur og hann skipti um fjóra,“ bendir einn á. „Það er staðreynd að það er mjög dýrt að gera við gamla Benz bíla.“

„Hafðu í huga að þessi bíll hefur glatað virði sínu og er ódýr núna en varahlutirnir ekki, þeir eru enn þá jafn dýrir og þeir voru fyrir 20 árum að viðbættri verðbólgu af því að þeir eru jú nýir,“ segir annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Garpur: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“

Garpur: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Kótelettunni með blóðugum hætti – „Getur þú hætt að fokking hrinda okkur?“

Sauð upp úr á Kótelettunni með blóðugum hætti – „Getur þú hætt að fokking hrinda okkur?“
Fréttir
Í gær

Mótmæla kílómetragjaldinu harkalega – Skatttekjur af ökutækjum séu í dag tvöfalt hærri en útgjöld til þjóðvega

Mótmæla kílómetragjaldinu harkalega – Skatttekjur af ökutækjum séu í dag tvöfalt hærri en útgjöld til þjóðvega
Fréttir
Í gær

Brynjólfur Bjarnason er látinn

Brynjólfur Bjarnason er látinn
Fréttir
Í gær

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann