fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Taldi að hættulegur maður væri kominn til Bolungarvíkur – Lögreglumenn voru reiðubúnir að grípa til vopna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. mars 2025 17:24

Bolungarvíkurhöfn. Mynd/Baldur Smári Einarsson. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum hefur sent frá sér tilkynningu vegna ástands sem skapaðist á Bolungarvík fyrr í dag þegar sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út embættinu til aðstoðar. Segir í tilkynningunni að einstaklingur sem býr í bænum ásamt börnum sínum hafi talið annan einstakling sem fjölskyldunni stafaði bein ógn af væri kominn til bæjarins en svo hafi ekki reynst vera.

Segir í tilkynningunni að á níunda tímanum í morgun hafi lögreglunni á Vestfjörðum borist tilkynning frá einstaklingi sem taldi sér og börnum sínum ógnað. Fjölskyldan búi í Bolungarvík.

Tilkynnandinn hafi talið að ákveðinn aðili, búsettur erlendis, væri kominn til Bolungavíkur og vildi vinna fjölskyldunni mein.

Fjórir lögreglumenn hafi þá þegar haldið frá Ísafirði á vettvang og verið viðbúnir því að þurfa að grípa til vopna. Til öryggis hafi sérsveit ríkislögreglustjóra verið kölluð til aðstoðar, en hún verið flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar vestur.

Öryggi fjölskyldunnar og íbúa í Bolungarvík hafi verið tryggt meðan leitað var þess aðila sem tilkynnt var um.

Eftir mikla upplýsingaöflun lögreglunnar í dag sé niðurstaðan sú að tilkynnandinn hafi ekki metið aðstæður rétt og sá aðili sem ógnin var talin stafa af sé ekki á landinu.

Aðgerðum lögreglu sé lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar