Spænskri konu brá virkilega í brún þegar hún kom til Íslands og fór á klósettið í fyrsta skipti. Sá hún mjög undarlegt skilti á veggnum.
Greint er frá þessu í miðlinum Huffington Post en konan, sem heitir Carmen Llatas, birti myndband af skiltinu á TikTok.
„Ég gekk inn á baðherbergi á Íslandi í fyrsta skiptið og sá skilti. Vinsamlegast segið mér hvað þetta þýðir,“ sagði ferðamaðurinn í myndbandinu.
Á skiltinu eru tvær myndir af manneskju að nota klósett. Á annarri myndinni situr manneskjan á venjulegan hátt á klósettinu og hakað er við að það sé hin rétta aðferð. Á hinni myndinni má sjá manneskju standa á klósettinu og krjúpa yfir það. Samkvæmt skiltinu er það ekki leyfilegt.
„Getur einhver útskýrt fyrir mér hvort einhver situr svona á klósettinu?“ spyr Carmen. „Mér finnst þetta skilti vera mjög skrýtið, hver situr svona á klósettinu?“
Í athugasemdum við myndbandsfærsluna nefnir einn að fyrst að þetta skilti hafi verið sett upp þá hljóti að vera einhver ástæða fyrir því.
„Mér langar alltaf að gera þetta þegar ég er að skemmta mér á bar,“ segir ein kona. „Sérstaklega þegar klósettin á pöbbunum og skemmtistöðunum eru viðbjóðsleg.“