Í frétt Mail Online kemur fram að Mahmoud Abu Wafa, hátt settur meðlimur Hamas, hafi látist í árásunum í nótt.
AFP hefur eftir vitnum að Ísraelsmenn hafi „leyst vítiselda“ úr læðingi með árásunum sínum og fjölmargir hafi látist. Þá eigi særðir erfitt með að komast undir læknishendur vegna skorts á mannúðaraðstoð á svæðinu.
Ísraelsher segir að árásir hafi verið gerðar á „hryðjuverkaskotmörk“ og að árásirnar muni halda áfram eins lengi og nauðsyn krefur. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hvetur Hamas-samtökin til að sleppa þeim gíslum sem enn eru í haldi. Verði það ekki gert muni árásirnar halda áfram.