Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að almennir stjórnarmenn hafi fengið 202.891 krónu á mánuði fyrir stjórnarsetuna en formaðurinn fékk 50% meira, eða 304.337. Kemur fram að þetta þýði að tímakaup almenns stjórnarmanns hafi verið 187.284 krónur en tímakaup stjórnarformanns hafi verið 280.926 krónur.
Stjórnarmenn Slökkviliðsins eru bæjarstjórar þeirra sex sveitarfélaga sem að byggðasamlaginu standa auk borgarstjórans í Reykjavík.
Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að fundirnir í fyrra hafi staðið yfir í frá 30 mínútum og upp í 90 mínútur.