fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Fréttir

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. mars 2025 07:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildargreiðslur til stjórnarmanna Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í fyrra námu rúmlega 15,8 milljónum króna. Morgunblaðið fjallar um þetta í dag en alls voru haldnir tólf fundir árið 2024 og stóðu þeir samtals í 13 klukkustundir.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að almennir stjórnarmenn hafi fengið 202.891 krónu á mánuði fyrir stjórnarsetuna en formaðurinn fékk 50% meira, eða 304.337. Kemur fram að þetta þýði að tímakaup almenns stjórnarmanns hafi verið 187.284 krónur en tímakaup stjórnarformanns hafi verið 280.926 krónur.

Stjórnarmenn Slökkviliðsins eru bæjarstjórar þeirra sex sveitarfélaga sem að byggðasamlaginu standa auk borgarstjórans í Reykjavík.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að fundirnir í fyrra hafi staðið yfir í frá 30 mínútum og upp í 90 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Átti rétt á að rifta leigusamningi eftir að lögregla hafði gert húsleit á veitingastaðnum

Átti rétt á að rifta leigusamningi eftir að lögregla hafði gert húsleit á veitingastaðnum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilja koma í veg fyrir að hörmungarnar í október endurtaki sig

Vilja koma í veg fyrir að hörmungarnar í október endurtaki sig
Fréttir
Í gær

Undarlegar „íslenskar“ matreiðslubækur til sölu á erlendum vefsíðum – „Græn matur“ eftir Álfhildi Blómlyftu og aðrir undarlegir titlar

Undarlegar „íslenskar“ matreiðslubækur til sölu á erlendum vefsíðum – „Græn matur“ eftir Álfhildi Blómlyftu og aðrir undarlegir titlar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar

Manndrápsmálið: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar