fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Mislingar hafa tífaldast í Evrópu – 19 látnir og langflestir óbólusettir

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 17. mars 2025 15:30

Mislingar herja mikið á börn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mislingatilfelli hafa tífaldast í Evrópu á liðnu ári. Evrópsk heilbrigðisyfirvöld vara við faraldri.

Frá því snemma á árinu 2024 til snemma á þessu ári hafa fundust um 32 þúsund tilfelli af mislingum í ESB og EES svæðinu, sem inniheldur Ísland. Þetta er meira en tíföldun á einu ári því að á árinu 2023 greindust aðeins um 2.400 manns með mislinga.

Þetta kemur fram í tölum frá Evrópsku sóttvarnarstofnuninni, ECDC. Að sögn stofnunarinnar má búast við aukningu mislingatilfella á þessum árstíma. Á síðasta ári hafi mikil aukning mælst á fyrri hluta ársins.

„Þetta bendir til þess að veiran er að fara um svæðið og gera má ráð fyrir fjölgun tilfella vorið 2025,“ segir í tilkynningu ECDC.

Sjá einnig:

Versti mislingafaraldurinn í tæp 30 ár

Langflest tilfellin undanfarið ár hafa fundist í Rúmeníu. Það er meira en 27 þúsund talsins. Rúmlega 1.000 tilfelli hafa fundist í Ítalíu, rúmlega 600 í Þýskalandi og rúmlega 500 í Belgíu og Austurríki. Mislingar hafa fundist í öllum löndum ESB og EES svæðisins.

Alls hafa 19 einstaklingar látist af völdum mislinga í Evrópu undanfarið ár. 18 af þeim í Rúmeníu og einn í Írlandi.

Langsamlega flestir sem hafa greinst með mislinga, eða 86 prósent, voru ekki bólusettir gegn veirunni. Margir sýktir eru börn undir 4 ára aldri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“