fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Grípa til aðgerða og biðja fólk um að hafa samband: „Þetta er martröð sem enginn ætti að þurfa að lifa við“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 17. mars 2025 10:00

Ólafur Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við neit­um að gef­ast upp,“ segir Ólafur Sigurðsson athafnamaður í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag en þar kemur hann fram fyrir hönd starfshóps um bætt líf fullorðinna einhverfra einstaklinga.

Ólafur hefur látið sig þessi mál varða en það vakti athygli í nóvember síðastliðnum þegar hann greindi frá því að hann væri búinn að fá nóg af stöðunni í þessum málaflokki hér á landi. Sonur hans er á einhverfurófi og sagði Ólafur að vegna skorts á úrræðum fyrir hann hér á landi væri hagsmunum þeirra betur borgið utan landsteinanna.

Sjá einnig: Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland:„Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“

Ólafur bendir á það í grein sinni að hann sé ekki einn í þessari stöðu.

„Við erum hóp­ur for­eldra full­orðinna ein­hverfra ein­stak­linga sem hef­ur hist reglu­lega og deilt reynslu okk­ar. Börn­in okk­ar – því þau eru og munu ávallt vera börn­in okk­ar – eru frá tví­tugu upp í fer­tugt. Þau búa ein, eru ein­hverf en fá enga nauðsyn­lega aðstoð. Af­leiðing­arn­ar eru skelfi­leg­ar: þau hafa gef­ist upp og mörg þeirra hafa tjáð sjálfs­vígs­hugs­an­ir. Kerfið okk­ar ger­ir ein­fald­lega ekki ráð fyr­ir þeim,“ segir Ólafur.

„Það er ljóst að kerfinu er sama“

Hann segir að þegar þau leita aðstoðar sé þeim mætt með skilningsleysi og úrræðaleysi.

„Hvorki geðlækn­ar, sál­fræðing­ar, fé­lags­ráðgjaf­ar né aðrir sér­fræðing­ar í heil­brigðis- eða fé­lags­kerf­inu virðast hafa svör eða lausn­ir. Ráðamenn loka aug­un­um fyr­ir vand­an­um og hafa gert það um ára­bil. Við höf­um talað við hundruð ein­stak­linga í sömu stöðu og alltaf heyr­um við sama fras­ann: „Gangi ykk­ur vel.“ Það er ljóst að kerf­inu er sama.“

Ólafur segir að foreldrar þessara einstaklinga séu í stöðugri baráttu við kerfið til að tryggja velferð barna sinna.

„Þeir heim­sækja, hlúa að og reyna að veita þá umönn­un sem sam­fé­lagið ætti að tryggja. Á sama tíma er álagið slíkt að marg­ir for­eldr­ar eru komn­ir í veik­inda­leyfi og aðrir á ör­orku. Þeir hafa fengið hjarta­áföll, þróað með sér geðsjúk­dóma og hjóna­bönd hafa liðið und­ir lok vegna álags sem þessu fylg­ir. Þetta er mar­tröð sem eng­inn ætti að þurfa að lifa við,“ segir Ólafur sem ætlar þó ekki að gefast upp. „Við krefj­umst þess að mann­rétt­indi þess­ara ein­stak­linga séu virt. Við greiðum skatta til þessa sam­fé­lags og krefj­umst sjálf­sagðrar þjón­ustu fyr­ir börn­in okk­ar.“

Vilja opna strax á næsta ári

Ólafur segir að starfshópurinn sem hann talar fyrir vinni nú að tillögum um raunhæf úrræði.

„Við skoðum bestu meðferðir er­lend­is, leit­um að hús­næði og kort­leggj­um þá þekk­ingu sem er fyr­ir hendi á Íslandi. Okk­ur vant­ar hins veg­ar betri upp­lýs­ing­ar um fjölda ein­hverfra í sömu stöðu og aðstand­enda þeirra. Því biðjum við alla sem vilja deila sinni sögu að hafa sam­band við okk­ur,“ segir hann og bætir við að fullum trúnaði sé heitið.

„Hug­mynd okk­ar er að koma á fót stofn­un sem veit­ir bestu mögu­legu úrræði fyr­ir þá sem þurfa. Við vit­um að ein­hverfu er ekki hægt að lækna en það er hægt að auðvelda þeim lífið og veita stuðning til að verða virk­ir þátt­tak­end­ur í sam­fé­lag­inu. Nú­ver­andi úrræðal­eysi kost­ar þjóðfé­lagið um 30 millj­arða ár­lega. Það er gríðarleg fjár­hæð sem væri bet­ur varið í raun­veru­leg úrræði,“ segir hann og bætir við að stofnunin sem hópurinn vill byggja verði með innlögnum fyrir þá sem þurfa, göngudeildarþjónustu og stuðningsúrræði fyrir fjölskyldur.

„Eng­um á að þurfa að líða eins og börn­un­um okk­ar hef­ur liðið. Við mun­um leggja til­lög­ur okk­ar fyr­ir ráðamenn og krefjast stuðnings. Eins og svo oft áður þurfa ein­stak­ling­ar að fylla í eyðurn­ar sem hið op­in­bera skil­ur eft­ir sig. Við ætl­um að vera það afl – sú breyt­ing – sem sam­fé­lagið þarf. Markmið okk­ar er að opna þessa stofn­un eigi síðar en 2026. Við mun­um byrja smátt en vaxa eft­ir þörf­um,“ segir Ólafur sem segir að lokum:

„Ef þú vilt deila sögu þinni með okk­ur, vin­sam­leg­ast sendu tölvu­póst á olafursigurds@simnet.is.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Listamaður sem litaði Strokk reyndi að svelta grísi – Aktívistar komu þeim til bjargar

Listamaður sem litaði Strokk reyndi að svelta grísi – Aktívistar komu þeim til bjargar
Fréttir
Í gær

Sofia var ekki eina stelpan sem hinn grunaði átti í sambandi við – Bróðir hennar segir málið opið sár sem fái aldrei úrlausn

Sofia var ekki eina stelpan sem hinn grunaði átti í sambandi við – Bróðir hennar segir málið opið sár sem fái aldrei úrlausn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farþegarnir þurftu að flýja út á vænginn vegna elds í flugvélinni

Farþegarnir þurftu að flýja út á vænginn vegna elds í flugvélinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag er að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum“

„Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag er að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum“