fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Bjarni Már vill íslenska leyniþjónustu: „Íslenska þjóðin þarf að vakna til vit­und­ar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. mars 2025 07:59

Bjarni Már Magnússon kallar eftir því að sett verði á fót íslensk leyniþjónusta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst, segir að með því að koma á fót öflugri leyniþjónustu gætu íslensk stjórnvöld varið betur sjálfstæði sitt, dregið úr veikleikum gagnvart alþjóðlegum ógnum og staðið jafnfætis öðrum þjóðum í öryggis- og varnarsamstarfi.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Bjarna sem birtist í Morgunblaðinu í dag, en Bjarni hefur áður vakið athygli fyrir að kalla eftir því að stofnaður verði her hér á landi.

Sjá einnig: Bjarni blæs á gagnrýnina og segir ótvíræða kosti fylgja því að taka upp herskyldu hér á landi

Bjarni bendir á að Ísland sé eina NATO-ríkið án eigin hers. „Ef stigið væri það skref að setja á lagg­irn­ar ís­lensk­an her væri rök­rétt að stofna sjálf­stæða leyniþjón­ustu um leið til að tak­ast á við ör­ygg­is­mál inn­an­lands sem og ut­an­lands, enda er leyniþjón­usta ómiss­andi þátt­ur í varn­ar­kerfi ríkja. Þótt ís­lensk stjórn­völd haldi úti grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur hún tak­markaða getu til að sinna hefðbundn­um verk­efn­um leyniþjón­ustu, t.a.m. gagnnjósn­a­starf­semi,“ segir Bjarni í grein sinni.

Smáríki ekki undanskilin öryggisógnum

Einhverjir velta eflaust fyrir sér hvort smáríki eins og Ísland þurfi á því að halda að stofna leyniþjónustu. Bjarni segir að smáríki á borð við okkur séu ekki undanskilin öryggisógnum heldur þurfi þau þvert á móti að verja sig með sömu aðferðum og stærri ríki, sérstaklega í ljósi netógna, erlendra áhrifa og alþjóðlegra átaka.

„Marg­ar þjóðir hafa þróað sér­hæfðar leyniþjón­ustu­stofn­an­ir til að bregðast við slík­um ógn­um, þar á meðal ríki á borð við Bret­land, sem hef­ur aðgreint innri og ytri leyniþjón­ustu. Þar sinn­ir MI5 inn­an­lands­ör­yggi en MI6 ut­an­rík­is­starf­semi. Slík skipt­ing þjón­ar mik­il­vægu hlut­verki, þar sem innri leyniþjón­usta ber ábyrgð á að upp­lýsa um hryðju­verk, skipu­lagða glæp­a­starf­semi og ógn­ir gegn stjórn­kerf­inu en ytri leyniþjón­ust­an sinn­ir gagnnjósn­um og öfl­un upp­lýs­inga um er­lend­ar ógn­ir,“ segir hann.

Myndi auka flæði upplýsinga

Bjarni segir að hér á landi væri hægt að styðjast við sambærilegra aðgreiningu hérlendis til að tryggja skilvirkara öryggis- og varnarkerfi.

„Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra gæti fengið breytt hlut­verk og líkst í meiri mæli MI5 en nú er. Ef ytri leyniþjón­usta yrði sett á lagg­irn­ar hefði hún það hlut­verk að afla upp­lýs­inga um þá er­lendu njósn­a­starf­semi sem stunduð er hér­lend­is og bein­ist gegn ís­lensk­um stjórn­völd­um, stofn­un­um og borg­ur­um. Þá myndi hún sinna gagnnjósn­um gegn óvin­veitt­um ríkj­um og skipu­lögðum glæpa- og hryðju­verka­hóp­um sem geta nýtt Ísland sem skjól fyr­ir netárás­ir, pen­ingaþvætti eða aðra ólög­lega starf­semi,“ segir Bjarni meðal annars.

Hann segir að mikilvægur þáttur í starfsemi leyniþjónustu sé traust og samstarf við erlendar systurstofnanir. Ef Ísland myndi starfrækja skilvirka leyniþjónustu sem þekkt væri af fagmennsku myndi það auka traust annarra ríkja og auka flæði upplýsinga til landsins um hugsanlegar ógnir. Veltir hann fyrir sér hvernig þessum málum er háttað í dag og hvernig upplýsingar frá erlendum leyniþjónustum komist til íslenskra stjórnvalda.

Þurfum að vakna til vitundar

Færi svo að Ísland myndi stofna leyniþjónustu segir Bjarni mikilvægt að hafa skýran lagaramma utan um slíka starfsemi, sjálfstætt eftirlit og lýðræðislegt aðhald til að koma í veg fyrir misnotkun valds.

Grein sína endar hann á þessum orðum:

„Íslenska þjóðin þarf að vakna til vit­und­ar um að ör­ygg­is- og varn­ar­mál nú­tím­ans snú­ast ekki ein­vörðungu um landa­mæra­helgi og yf­ir­ráðasvæði held­ur einnig um get­una til að bregðast við netógn­um, njósn­a­starf­semi og hryðju­verk­um. Með því að koma á fót öfl­ugri leyniþjón­ustu gætu ís­lensk stjórn­völd varið bet­ur sjálf­stæði sitt, dregið úr veik­leik­um gagn­vart alþjóðleg­um ógn­um og staðið jafn­fæt­is öðrum þjóðum í ör­ygg­is- og varn­ar­sam­starfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eldarnir loga enn glatt í Sósíalistaflokknum – Sanna segir að ekki sé hægt að krefjast svara á laugardögum

Eldarnir loga enn glatt í Sósíalistaflokknum – Sanna segir að ekki sé hægt að krefjast svara á laugardögum
Fréttir
Í gær

Dagur viðurkennir að hafa verið nálægt því að bugast – „Þá er einhver bein ógn“

Dagur viðurkennir að hafa verið nálægt því að bugast – „Þá er einhver bein ógn“
Fréttir
Í gær

Fékk áfall þegar hann sá hver afborgun lánsins var eftir að vextirnir losnuðu – „Arion er að setja mig á hausinn“

Fékk áfall þegar hann sá hver afborgun lánsins var eftir að vextirnir losnuðu – „Arion er að setja mig á hausinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð