fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Gunnar Smári svarar fyrir sig – „Ég er viðfang í einskonar MeToo byltingu ungra karl-sósíalista“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. mars 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson svarar gagnrýnisröddum sumra flokksfélaga sinna í Sósíalistaflokknum fullum hálsi í nýrri Facebook-færslu. Telur hann gagnrýnina í sinn garð undanfarna daga ekki eiga við rök að styðjast og telur hana þvert á móti ósanngjarna og að hann sé vinna gagnlegt starf í þágu sósíalismans og þeirra sem minna mega sín.

Orrahríðin í garð Gunnars Smára hófst síðastliðinn miðvikudag. Sagði Karl Heiðar Kristjánsson forseti ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins sig þá úr kosningastjórn hans og sakaði Gunnar Smára, sem er formaður framkvæmdastjórnar flokksins, um meðal annars ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot.

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Trausti Breiðfjörð Magnússon fyrrum borgarfulltrúi flokksins tók í kjölfarið undir með Karli og sagði ofríki Gunnars Smára eiga þátt í því að hann hafi veikst og þurft að hætta í kjölfarið í borgarstjórn.

Trausti getur ekki þagað lengur og lýsir framkomu Gunnar Smára í sinn garð – „Þegar ég lít til baka sé ég hvernig þetta virkaði“

Með og á móti

Flokksmenn hafa síðan skipst í tvær fylkingar með og á móti Gunnari Smára og hafa deilt mjög og þá ekki síst fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Lítið hefur hins vegar heyrst frá Gunnari Smára opinberlega þar til nú að hann svarar fyrir sig. Finnst honum ekki mikið til gagnrýni Trausta og Karls koma:

„Ég ræddi við bróður minn á Samstöðinni áðan og heyrði að hann hafði áhyggjur af litla bróður, sem hann passaði oft og dró með sér víða. Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga, ég borinn ásökunum um að vera ofbeldismaður, þjófur og margt annað ljótt. Ég er viðfang í einskonar MeToo byltingu ungra karl-sósíalista, sem mér finnst að rugli saman kröfum um afköst og þátttöku við persónulegar ofsóknir. Og sem telja að ég eyðileggi fyrir sósíalismanum og Samstöðinni, geri miklu meira ógagn en gagn.“

Gunnar Smári segist hafa fengið mikið af hvatningarorðum sem hvetji hann til að halda hinni sósíalísku baráttu ótrauður áfram:

„Auðvitað er þetta ekki skemmtilegt. En fjölmargir hafa sent mér kveðjur og hvatningu. Og áðan hringdi ég í bróður minn til að hughreysta hann, sagði honum frá að þegar ég kom í Bónus í Kjörgarði að kaupa mér eitthvað að borða horfði maður í kælinum á mig, stoppaði svo og sagði: Má ég klappa fyrir þér? Og svo klappaði hann og sagðist vera stoltur af baráttu minni. Þetta og margt annað, hvetur mig til að halda áfram og gefast ekki upp fyrir þeim sem vilja breyta Sósíalistaflokknum og Samstöðinni svo þessi fyrirbrigði þjóni betur þeim og þeirra hugmyndum um hvernig eigi að reka umræðuvettvang og fjölmiðil og hvernig eigi að endurfæða sósíalismann inn í okkar samtíma svo hann gagnist þeim sem helst verða fyrir barðinu á óréttlæti þess alræðis auðvaldsins sem við lifum undir.“

Gunnar Smári gerir síðan frekari grein fyrir máli sínu í athugasemdakerfinu við færsluna og segist ekki bera ábyrgð á veikindum Trausta og segir Karl hafa viljað breyta uppbyggingu Sósíalistaflokksins í ólýðræðislegri átt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út