Sjötti einstaklingurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar Lögreglunnar á Suðurlandi vegna manndráps sem framið var í umdæmi hennar í liðinni viku en sá látni var karlmaður á sjötugsaldri.
Í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi segir að nú í morgun hafi einn karlmaður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins og lagt hafi verið hald á bifreið í tengslum við rannsókn á málinu sem varði varðar frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp. Alls sitji sex einstaklingar í gæsluvarðhaldi vegna málsins.