fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Dagur viðurkennir að hafa verið nálægt því að bugast – „Þá er einhver bein ógn“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. mars 2025 11:30

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum borgarstjóri í Reykjavík var gestur í ítarlegu viðtali á Samstöðinni sem birt var í gærmorgun. Í viðtalinu viðurkennir Dagur m.a. að það hafi komið sá tímapunktur á stjórnmálaferli hans þar sem hann hafi verið við það að bugast vegna áreitni, hótana og beinlínis ofbeldis sem að honum og fjölskyldu hans hafi beinst.

Aðspurður af Birni Þorlákssyni, fréttamanni Samstöðvarinnar, hvort hann hafi verið við það að bugast og skipta um starfsvettvang segir Dagur:

„Já, já. Það hefur alveg farið í gegnum hugann. Ég komst lang næst því þegar að var skotið á bílinn okkar.“

Skotið var á bíl fjölskyldunnar í janúar 2021 líklega þegar hann var kyrrstæður fyrir utan heimili þeirra.

Segja árásina í garð Dags vera þá alvarlegustu í Íslandssögunni

Dagur segir að árásin hafi þó ekki sprottið upp úr engu:

„Það fylgdi eiginlega í kjölfar … að það voru keyrðar auglýsingar sem beindust meðal annars … ekki bara mér að ég ætti að víkja sem borgarstjóri, sem var á opnum auglýsingum í blöðum, heldur voru á samfélagsmiðlum auglýsingar sem beindust beinlínis að heimilinu. Svo fylgdi þetta einhvern veginn í kjölfarið. Þá er komið inn fyrir einhver mörk. Þá er einhver bein ógn, ekki bara farin að beinast að mér með einhverjum orðum. Heldur að heimilinu, að fólkinu sem manni þykir vænst um og vill einhvern veginn að líði ekki fyrir að maður hafi valið þennan starfsvettvang. Þannig að bara um leið og það gerðist þyrmdi þetta yfir mig. Ég skal bara vera alveg heiðarlegur með það.“

Fólk með peninga

Dagur segir þó að einnig hafi átök innan borgarstjórnar stuðlað að þessum tilfinningum og auglýsingar sem fjársterkir aðilar hafi beint gegn honum. Hann hafi þó á endanum verið ákveðinn í að gefast ekki upp fyrir þessum aðilum:

„Ég fann líka samt til ábyrgðar. Þetta væru ekki þau öfl sem ættu að fá að ráða hvernig málum er skipað í samfélaginu.“

Dagur segir að hefði hann látið að vilja fólksins með peningana hafi það getað skapað fordæmi og latt aðra til að breyta samfélaginu til góðs til að mynda í átt til aukins jöfnuðar og jafnra tækifæra fyrir alla einstaklinga, sama frá hvaða heimili viðkomandi er.

Pólitík og hótanir

Dagur segist ólíkt sumum öðrum stjórnmálamönnum hafa viljað talað opinberlega um það áreiti og hótanir sem hann hefur orðið fyrir:

„Í staðinn fyrir að taka á mig einhverja svona skömm fyrir það að þetta hafi gerst sem ég held að sé samt algengt. Það er ótrúlega algengt að fólk í pólitík fái hótanir og lítt dulbúnar hótanir. Það skildi ég fyrst eftir að ég steig fram og fékk yfir mig skæðadrífu bæði stuðnings en líka dæma. Þannig er þetta greinilega eitthvað sem við þurfum einhvern veginn að ræða. Eitt af því sem kom nú bara á daginn eftir að þetta kom upp er að bæði hafði verið skotið á skrifstofuhúsnæði Sósíalistaflokksins og Samfylkingarinnar og þó ég sé í Samfylkingunni hafði ég ekki hugmynd um það.“

Dagur segir ljóst að stjórnmálamenn verði að sætta sig við gagnrýni sem að hans mati geti verið hreyfiafl til góðs. Of mikið sé hins vegar af niðurrifi sem hafi ekkert með uppbyggilega gagnrýni að gera og snúist um að halda úti neikvæðum áróðri sem eigi við engin rök að styðjast. Það snúist um valdabaráttu en einnig um neikvæða umræðumenningu sem samfélagið hafi tamið sér ekki síst á samfélagsmiðlum. Inn í það geti eins og raunin hafi verið í Evrópu spilað afskipti erlendra ríkja.

Þess vegna sé mikilvægt að láta ekki hrekja sig svo auðveldlega af sviði stjórnmálanna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út