En að undanförnu hefur Barrett tekið afstöðu gegn ýmsum óskum Trump. Meðal annars greiddi hún atkvæði gegn því að ríkisstjórn hans mætti hætta að greiða erlendum hjálparsamtökum fyrir vinnu sem þau höfðu þegar lokið.
Þetta hefur reitt marga í aðdáendaskara Trump, MAGA hreyfingunni, til reiði að sögn NBC News.
„Hún er ruglaður lagaprófessor með höfuðið uppi í . . .,“ skrifaði Mike Davis á X en hann var eitt sinn aðstoðarmaður Neil Gorsuch hæstaréttardómara. Hann segir Barrett vera „veikburða og huglausa“.
Jack Poso, hægrisinnaður áhrifavaldur, og Laura Loomer, skrifuðu að Barrett hafi verið hluti af ráðningu fólks, sem styður fjölbreytileika og réttindi minnihlutahópa en það er eitthvað sem Trump fellur ekki. Loomer birti mynd af fjölskyldu Barrett með færslu sinni en hún á sjö börn, tvö þeirra voru ættleidd frá Haítí.