Þegar tilkynnandi ræddi við lögreglu á vettvangi sagði hann að mennirnir hafi einnig verið að slást. Að sögn lögreglu endaði málið þannig að einum var vísað út af líkamsræktarstöðinni.
Nóttin virðist hafa verið tiltölulega róleg hjá lögreglu. Einn ökumaður var stöðvaður vegna aksturs undir áhrifum vímuefna og án ökuréttinda og var hann látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Þá var ökumaður stöðvaður í umferðinni með filmur í rúðum og á glitaugum og á hann yfir höfði sér sekt.