fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. mars 2025 20:30

Myndin er frá vettvangi árásarinnar, aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær 15 mánaða fangelsisdóm yfir Gabríel Aron Sigurðarsyni fyrir líkamsárás sem hann framdi sumarið 2022. Jafnframt hækkaði Landsréttur upphæð miskabóta sem Gabríel þarf að greiða brotaþola, úr 800 þúsund krónum í eina milljón króna.

Brotaþolar í málinu eru tveir en önnur varð mun harðar fyrir barðinu á honum.  Þetta voru fyrrverandi vinkona Gabríels og herbergisfélagi hennar. Þær bjuggu á þessum tíma í Hafnarfirði. Herbergisfélaginn var nýkomin úr verslun. Hún opnaði svalahurðina til að lofta út á meðan hún eldaði. Áður en hún gat hafist handa var Gabríel skyndilega kominn óboðinn inn og vopnaður. Gabríel rukkaði herbergisfélagann um peninga sem hún skuldaði honum. Hann lét sér þó ekki nægja minna en að taka allt reiðufé sem hún hafði á sér, sem var nokkuð umfram skuldina, eða um 50 þúsund krónur. Því næst rauk hann inn í svefnherbergi þar sem vinkona hans svaf.

Af hverju svarar þú ekki í símann?

Vinkonan vaknaði við vondan draum. Gabríel stóð yfir henni og öskraði: „Af hverju svarar þú ekki símanum?“, en þegar hún reyndi að svara fyrir sig greip hann  um háls hennar og þrengdi að. Hann stakk hana síðan í handlegginn með hnífi.

Hún náði að grípa síma sinn og hringja þar í kunningja. Sá heyrði lætin og heyrði vinkonuna grátbiðja Gabríel um að hætta atlögu sinni. Gabríel hafi svo slegið til hennar og svo skyndilega látið sig hverfa. Þegar hún stóð upp var hún vönkuð og sá þá að hún var öll úti í blóði.

Sérsveitin fór í kjölfarið að heimili Gabríels og handtók hann. Hann þverneitaði þó sök. Þetta kvöld hafi hann verið á verkstæði vinar síns að vinna og svo farið beint heim að sofa. Vinurinn tók undir þetta. Gabríel  hafi verið á verkstæðinu allt kvöldið og svo tekið leigubíl heim.

Hefur ávallt neitað

Gabríel hefur ávallt neitað því að hafa framið þetta brot og segist ekki hafa farið heim til kvennanna þetta kvöld heldur verið annars staðar. Segir í dómi Landsréttar að framburður hans um þetta hafi verið stöðugur. Hins vegar er ósamræmi milli framburðar hans hjá lögreglu og fyrir dómi um það hvort hann hefði áður heimsótt konurnar í íbúðina í Hafnarfirði. Hjá lögreglu staðist hann hafa heimsótt þær oft en fyrir dómi sagðist hann aldrei hafa komið á staðinn.

Framburður brotaþolanna var metinn mjög trúverðugur og í samræmi við gögn málsins, t.d. áverkavottorð.

Þess má geta að konan sem Gabríel réðst á í rúminu glímdi lengi við afleiðingar af árásinni. Meðal annars missti hún tilfinningu í fingrum og hreyfigetu i hendi sem varð til þess að hún þurfti að hætta hárgreiðslunámi. Hún sagði í viðtali við DV árið 2022 að árásin hefði verið með öllu tilefnislaus.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Verðmætt skuldabréf týndist í Grindavík

Verðmætt skuldabréf týndist í Grindavík
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Í gær

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?
Fréttir
Í gær

Guðmundur Elís fær þriggja ára dóm – Hefur áður verið dæmdur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustum og barnsmóður

Guðmundur Elís fær þriggja ára dóm – Hefur áður verið dæmdur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustum og barnsmóður
Fréttir
Í gær

Dósasöfnun fótboltadrengja stolið –  „Þetta var mjög sárt fyrir þá, þetta er ekkert smá mikil vinna fyrir svona unga stráka“

Dósasöfnun fótboltadrengja stolið –  „Þetta var mjög sárt fyrir þá, þetta er ekkert smá mikil vinna fyrir svona unga stráka“