Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR, en hún sigraði með töluverðum yfirburðum. Hún hlaut tæp 46% atkvæða en næsti frambjóðandi var Þorsteinn Skúli Sveinsson sem hlaut rúmlega 20% atkvæða. Næstur kom svo Flosi Eiríksson með rúm 17% og loks Bjarni Þór Sigurðsson með 13%.
Kjörsókn var innan við 25% en af rúmlega 40 þúsund félagsmönnum greiddu 9.581 atkvæði.
Sjö voru eins kjörin í stjórn VR:
Halla var áður varaformaður VR en tók við formennsku af Ragnari Þóri Ingólfssyni í desember eftir að hann var kjörinn á þing.