fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. mars 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sendir Sigurði Inga Jóhannssyni, núverandi formanni flokksins, skýr skilaboð í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir nauðsynlegt að endurreisa flokkinn sem sé í raun á líknardeildinni og viti ekki hvort hann sé að koma eða fara.

„Í 109 ára far­sælli sögu sinni hlaut Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sína verstu kosn­ingu hinn 30. nóv­em­ber síðastliðinn,“ segir Guðni í byrjun greinar sinnar og líkir stöðunni við stöðu Samfylkingarinnar árið 2016.

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er byggður á grund­vall­ar­stefnu­skrá sinni og í flokkn­um eru tólf þúsund fé­lags­menn sem á hana trúa af ein­lægni. Ætla má að mörg­um þeirra líði ekki vel þessa dag­ana. Ég er einn þeirra,“ segir Guðni og heldur áfram:

„Ekk­ert markvert hef­ur heyrst frá for­manni flokks­ins um þá al­var­legu stöðu sem upp er kom­in í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Hvorki meira né minna en átta þing­menn féllu, þar af þrír öfl­ug­ir ráðherr­ar, vara­formaður og rit­ari flokks­ins. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn náði aðeins fimm full­trú­um inn á þing. Formaður flokks­ins og ann­ar þingmaður til á lands­byggðinni náðu kjöri á sjö þúsund at­kvæðum af höfuðborg­ar­svæðinu sem féllu dauð niður þar. Kosn­ingatapið ein­kenndi landið allt,“ segir Guðni meðal annars og rifjar upp eyðimerkurgöngu Samfylkingarinnar árin 2013, 2016, 2017 og 2021, eða allt þar til Kristrún Frostadóttir tók við flokknum og reif fylgið upp.

„Hvað stendur til að gera?“

„Marg­ir spyrja sig hvort Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sé að hefja álíka göngu­för og ekki síður hvernig hún endi. Fyr­ir far­sæl sögu­lok er nauðsyn­legt að gjöf­ul vin finn­ist í eyðimörk­inni. Að því vatns­bóli þarf flokk­ur­inn all­ur að leita,“ segir Guðni sem telur að Framsóknarflokkurinn sé í þrengri stöðu en Samfylkingin var vegna harðrar samkeppni annarra flokka.

„Bæði Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn búa við klofn­ings­flokk­ana Viðreisn og Miðflokk­inn, sem vissu­lega tor­veld­ar báðum end­ur­reisn sína. Af átta þing­mönn­um Miðflokks­ins eru fjór­ir, jafn­vel fjór­ir og hálf­ur, fyrr­ver­andi fram­sókn­ar­menn. Flokki fólks­ins tókst að auki að hirða ákveðinn kjarna lands­byggðar- og fé­lags­hyggju­fólks af Fram­sókn.“

Guðni segir einnig að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nýlega haldið glæsilegan landsfund og kosið sér nýja forystu og það megi vænta aukins slagkrafts þaðan.

„Kenn­ing­in um að nýir vend­ir sópi best hef­ur ræki­lega sann­ast hjá Sam­fylk­ing­unni. Ekki kæmi á óvart að svipað yrði uppi á ten­ingn­um hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um. Hjá báðum flokk­un­um blása fersk­ir vind­ar um sal­arkynn­in,“ segir Guðni sem spyr forystu Framsóknarflokksins, og þá einna helst formanninn, Sigurð Inga.

„Hvað stend­ur til að gera? Til hvaða ráða skal gripið? Það er nefni­lega ekki leng­ur „bara best að kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn.“ Sig­urður Ingi Jó­hanns­son og Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir tóku við kefl­inu þegar Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son klauf flokk­inn. Þau unnu góðan varn­ar­sig­ur árið 2017 og glæsta sigra í alþing­is­kosn­ing­um 2021 og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um 2022.“

„…beinlínis skylda þín, Sigurður Ingi“

Guðni rifjar upp að eftir þær kosningar sé Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn næst­stærsti sveit­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn í land­inu. Í Reykja­vík hafi flokkurinn komist í meiri­hluta en reynd­ist vera í „vond­um fé­lags­skap“ sem endaði þannig að borg­ar­stjórinn Einar Þorsteinsson, sem til­tölu­lega var ný­tek­inn við kefl­inu, sá sér þann kost vænst­an að rjúfa sam­starfið.

„End­ir­inn á þeirri veg­ferð varð sá að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sit­ur ekki ein­ung­is í minni­hluta held­ur þarf hann til viðbót­ar að kljást við versta borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluta Reykja­vík­ur. Óham­ingju okk­ar fram­sókn­ar­fólks hef­ur orðið flest að vopni síðustu miss­er­in,“ segir Guðni.

Hann segir einnig að þegar fyrirtæki eða félög fara illa eigi allir haghafar og félagsmenn rétt á skýringum um hvað olli fallinu og hvernig eigi að endurreisa starfsemina.

„Það er bein­lín­is skylda þín, Sig­urður Ingi, sem formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins að skipa framtíðar­nefnd um end­ur­reisn flokks­ins í góðu sam­ráði og sátt við vara­formann og rit­ara hans,“ segir Guðni og bætir við að tíminn til stefnu sé naumur.

Ekki til setunnar boðið

„Hér dug­ar eng­in tæpitunga. Þessi nefnd þarf kjark­mik­inn for­ystu­mann sem gæti ótta­laus talað fyr­ir grein­argóðu hand­riti að þrótt­mik­illi þátt­töku Fram­sókn­ar­flokks­ins í ís­lensk­um stjórn­mál­um til langr­ar framtíðar. Ég þyk­ist vita það kæri formaður að þú stefn­ir ekki endi­lega að því að leiða Fram­sókn­ar­flokk­inn í næstu kosn­ing­um en ég er líka sann­færður um að þú vilj­ir koma flokkn­um af líkn­ar­deild­inni áður en til þeirra verður efnt. Og kannski er tím­inn til stefnu naum­ari en sem nem­ur þeim árum sem eft­ir eru af fyr­ir­huguðum líf­tíma nú­ver­andi valkyrjustjórnar,“ segir Guðni sem endar grein sína á þessum orðum:

„Þess vegna er okk­ur ekki til set­unn­ar boðið. Seinna gæti orðið of seint. Það er að minnsta kosti lág­mark að tólf þúsund fé­lag­ar í Fram­sókn­ar­flokkn­um viti hvort flokk­ur­inn þeirra sé að koma eða fara. Þess vegna skora ég á þríeykið í æðstu for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins að bretta upp erm­ar, horf­ast í augu við okk­ar ís­kalda veru­leika, taka til máls og grípa til aðgerða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Manndrápsmálið: Stefán Blackburn í haldi lögreglunnar

Manndrápsmálið: Stefán Blackburn í haldi lögreglunnar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ásthildur Lóa tapaði vegna fyrningar

Ásthildur Lóa tapaði vegna fyrningar
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Í gær

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“