fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. mars 2025 18:11

Hinn látni fannst í Gufunesi í Reykjavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því í tilkynningu að einn aðili til viðbótar hafi verið handtekinn vegna rannsóknar hennar á manndrápinu sem framið var í umdæmi hennar í fyrradag.

Tilkynningin er svohljóðandi:

„Umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á máli er varðar frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp miðar vel. Rannsóknin er þó enn á frumstigum. Líkt og fram hefur komið voru þrír aðilar, tveir karlmenn og ein kona, úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í héraðsdómi Suðurlands í gær.

Í dag var einn aðili til viðbótar handtekinn í þágu rannsóknar málsins og er nú í haldi lögreglu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum. Við rannsóknina hefur m.a. verið lagt hald á nokkrar bifreiðar, framkvæmdar hafa verið húsleitir og fjöldi vitna hefur verið yfirheyrður.

Auk aðstoðar frá öðrum lögregluembættum við rannsóknina hefur almenningur veitt lögreglunni á Suðurlandi gagnlegar ábendingar og myndefni.

Áfram verður unnið af kappi við rannsóknina en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Í gær

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“