fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Dósasöfnun fótboltadrengja stolið –  „Þetta var mjög sárt fyrir þá, þetta er ekkert smá mikil vinna fyrir svona unga stráka“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. mars 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán fótboltadrengir á Suðurnesjum urðu fyrir sárum vonbrigðum þegar þeir og foreldrar komust að því í gær að stolið hafði verið af drengjunum fleiri pokum af dósum og flöskum. Dósasöfnunin er stærsta fjáröflun drengjanna og vonbrigðin því eðlilega mikil. Samfélagið brást þó fljótt við til að bæta drengjunum tjónið.

„Í þessum gám eru dósir sem strákarnir í 4 flokk Reyni/Víðir hafa safnað og lagt á sig hörðum höndum að labba í hús. Þeir eru að safna sér fyrir keppnisferð í Helsinki í sumar, þegar litið var inn í gáminn áðan þar sem það átti að tæma hann og fara með dósir blasti við okkur að það er búið að tæma úr gámnum fleiri fleiri pok. Þetta eru 12 og 13 ára gamlir drengir sem tóku sig saman löbbuðu í hús og söfnuðu. Sá sem ber ábyrgð á þessu má skammast sín fyrir að ræna af börnum og sjá sóma sinn í því að skila dósunum eða peningum til þeirra ég hef sjaldan orðið jafn reið og sár á sama augnablikinu fyrir hönd þessara flottu drengja. Vonandi getur þessi einstaklingur sofið rótt vitandi að hann rændi af börnum. Ef einhver á dósir aflögu fyrir þessa flottu stráka þá þiggjum við það við getum sótt.“

Þannig hljóðar færsla sem Eva Rut Guðmundsdóttir móðir eins drengjanna setti í Facebook-hóp inn Garðmenn og Garðurinn í gær. 

Í samtali við DV segir Eva Rut að ekki sé vitað hvað tjónið sé mikið í krónum talið. „Það var tæmdur hálfur gámur frá þeim sem var stútfullur og frekar stór gámur. Þetta var mjög sárt fyrir þá, þetta er ekkert smá mikil vinna fyrir svona unga stráka að gera og svo hrifsað af þeim.“

Svona var aðkoman að dósagámnum þegar átti að tæma hann og fara með dósirnar.

Ekki stóð á viðbrögðum netverja við færslu Evu Rutar., en rúmlega hundrað athugasemdir hafa verið skrifaðar við færslu. Bauðst fólk til að gefa þeim dósir, fólk sem átti ekki dósir eða var ekki búsett í Garði vildi leggja inn á reikninginn þeirra. Og íbúar í öðrum bæjarfélögum sögðust eiga dósapoka ef hægt væri að sækja. Reikningsnúmer er neðst í fréttinni ef fleiri vilja styrkja drengina.

„Þeir hafa verið að fjárafla með að selja til dæmis SÁÁ álfinn, vera með sölu á til dæmis bæjarhátíð og ýmsum viðburðum í Suðurnesjabæ en þeirra stærsta fjáröflun er dósasöfnunin,“ segir Eva Rut.

Strákarnir sem eru 13 talsins eru 12-13 ára gamlir, búsettir í Garði og Sandgerði. Ferðin sem þeir eru að safna fyrir er Helsinki Cup í byrjun júlí, sem fer eins og nafnið bendir til fram í Helsinki í Finnlandi.

Aðspurð um hvort einhver viðbrögð hafi komið frá þeim sem stálu dósunum af drengjunum segir Eva Rut: „Þeir sem stálu af þessum flottu strákum sem við eigum hafa engin viðbrögð gefið. 

En vil ég nota tækifærið og þakka öllum sem gáfu okkur þessi mögnuðu viðbrögð. Fyrir að hafa gefið þeim dósir, lagt inn á þá, og bara fallegu orðin sem þeir hafa fengið.“

Vilji einhver styrkja drengina þá er reikningurinn þeirra:
Kennitala 620693-2199
Reikningsnúmer 0133-15-008233
Reikningurinn er á nafni Unglingaráðs knattspyrnufélagsins Víðis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Áfram skelfur jörð við Reykjanestá

Áfram skelfur jörð við Reykjanestá