Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að skjálftarnir tilheyri hrinunni sem hófst á svæðinu í gær. Engar tilkynningar hafa borist um að þeir hafi fundist í byggð. Skjálftarnir héldu svo áfram í nótt og mældist til dæmis einn, 2,7, klukkan 01:40. Á sjöunda tímanum í morgun urðu svo tveir skjálftar, 2,0 og 2,1 að stærð.
Síðast var jarðskjálftahrina úti fyrir Reykjanestá í lok desember 2024 þegar skjálftar af svipaðri stærð mældust. Síðan 2023 hafa fimm jarðskjálftahrinur orðið á sama svæði og virknin er núna.
Auk þess hafa verið töluverðar hrinur þarna á árunum 2021 og 2022 svo dæmi séu tekin. Jarðskjálftarnir eru mögulega gikkskjálftar vegna breytinga á spennusviði á Reykjanesskaganum samhliða jarðhræringum þar síðustu ár, að sögn Veðurstofu Íslands.