Stefán Blackburn er einn þeirra sem er í haldi lögreglu vegna andláts manns sem fannst í Gufunesi. Stefán á sér langa brotasögu.
Vísir greindi fyrst frá þessu.
Stefán Blackburn var leiddur fyrir dómara í dag. Hann er einn af þeim fimm karlmönnum sem er í haldi lögreglu vegna málsins.
Stefán á brotasögu að baki. Hann hlaut meðal annars sex ára fangelsisdóm í hinu svokallaða Stokkseyrarmáli árið 2014. Það er fyrir mannrán, frelsissviptingu og ofbeldi.