fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 14:14

Hér má sjá einn sakborninginn leiddan fyrir dóm. - Mynd: Aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að krefjast gæsluvarðhalds yfir einum sakborningi í manndrápsmáli sem varðar lát manns á sjötugsaldri frá Þórshöfn. Var sá sakborningur sem fyrst var handtekinn leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Suðurlands á Selfossi og krafist gæsluvarðhalds yfir honum til 19. mars. Aðrir sakborningar verða leiddir fyrir dómara síðar í dag en ekki liggur fyrir hvað krafist verður gæsluvarðhalds yfir mörgum sakborningum. Samkvæmt frétt RÚV eru fimm enn í haldi lögreglu vegna málsins en átta voru handtekin í gær.

Sjá einnig: Hinn látni var karlmaður á sjötugsaldri

Samkvæmt heimildum DV reyndu árásarmennirnir árangurslaust að kúga út úr brotaþolanum fé og vildu að hann millifærði þrjár milljónir króna. Maðurinn neitaði því. Hann bar mikla áverka eftir barsmíðar og spörk, hafði meðal annars verið traðkað á honum.

Meðal handtekinna og grunaðra í málinu er þekktur afbrotamaður á fertugsaldri.

Samkvæmt staðfestum heimildum DV tengist árásin tálbeituhópum og þeim athöfnum þeirra að lokka eldri menn á stefnumót sem þeir halda að sé við stúlkur undir lögaldri. DV hefur samt ekki nánari upplýsingar um tildrög árásarinnar hvað þessi tengsl varðar.

Búast má við frekari tíðindum af gæsluvarðhaldi í þessu máli síðar í dag og á morgun.

Uppfært kl. 15:31

Héraðsdómur samþykkti beiðni Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir þessum sakborningi til 19. mars. Sakborningur mun áfrýja úrskurðinum til Landsréttar.

Krafist verður gæsluvarðhalds yfir fleiri sakborningum í málinu á morgun en DV hefur ekki upplýsingar um hve mörgum sakborningum lögregla vill halda í gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að svona geti Evrópa varið sig án stuðnings Bandaríkjanna

Segir að svona geti Evrópa varið sig án stuðnings Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þekktur ofbeldismaður meðal hinna handteknu – Tálbeituhópar tengjast málinu

Manndrápsmálið: Þekktur ofbeldismaður meðal hinna handteknu – Tálbeituhópar tengjast málinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?