eikarar í Borgarleikhúsinu munu fara í verkfall í samanlagt sjö daga. Kjaraviðræður hafa verið í hnút í langan tíma.
Í tilkynningu frá Félagi íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) í dag kemur fram að viðræður samninganefndar við Samtök atvinnulífsins og Leikfélag Reykjavíkur hafi verið lýstar árangurslausar 5. mars. En viðræðurnar höfðu staðið yfir síðan í september.
Á deildarfundi 2. deildar FÍL þann 11. mars var ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um verkfall leikara og dansara hjá Leikfélagi Reykjavíkur, það er í Borgarleikhúsinu.
90 prósent samþykktu verkfall og mun það því verða klukkan 18:30 til 23:00 eftirfarandi daga:
Fimmtudaginn 20. mars, föstudaginn 21. mars, laugardaginn 22. mars, sunnudaginn 23. mars, fimmtudaginn 27. mars, laugardaginn 29. mars og sunnudaginn 30. mars.