Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði í nóvember árið 2022. Er konan sökuð um að hafa kastað eða slegið glasi í höfuð karlmanns með þeim afleiðingum að glasið brotnaði og maðurinn hlaut sex skurði í andlit og höfuð, sem þurfti að sauma, mar á höfði og höfuðverk.
Brotaþolinn gerir kröfu um fjórar milljónir króna í miskabætur.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 17. mars næstkomandi.