fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Ásthildur Lóa tapaði vegna fyrningar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. mars 2025 15:31

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra og eiginmaður hennar töpuðu máli sínu gegn íslenska ríkinu en dómur var kveðinn upp fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Er í niðurstöðu dómsins helsta ástæðan sögð sú að kröfur hjónanna á hendur ríkinu séu fyrndar.

Fóru hjónin fram á skaðabætur á grundvelli þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi staðið ranglega að nauðungarsölu á fasteign þeirra í Garðabæ og ekki tekið tillit til fyrningar vaxta. Arion banki fór fram á nauðungarsöluna árið 2016 og átti bankinn hæsta boðið þegar salan fór fram árið eftir. Töldu hjónin að ekki hefði verið tekið tillit til þeirra vaxta sem miða hafi átt við þegar salan fór fram.

Héraðsdómur og Hæstiréttur staðfestu lögmæti sölunnar sama ár og hún fór fram.

Hjónin keyrðu úthlutunargerð sýslumanns vegna sölunnar 2018. Þau unnu í héraði en Landsréttur sneri dómnum við og Hæstiréttur neitaði að taka málið fyrir.

Í dómi Héraðsdóms eru raktar ítarlega deilur hjónanna og Arion banka vegna sölunnar og tilheyrandi málarekstur fyrir dómstólum en 2019 keyptu hjónin eignina aftur af bankanum en liður í sölunni var samkomulag um að öllum málarekstri milli aðila yrði hætt.

Nauðungarsalan

Árið 2023 sneru hjónin sér hins vegar að ríkinu og vildu meina að vegna fyrningar vaxta hafi þau átt að fá í sinn hlut 10,6 milljónir króna af söluverði fasteignarinnar við nauðungarsöluna en Arion banki greiddi þá alls 60 milljónir fyrir eignina. Þar að auki hafi nauðungarsalan ekki farið fram með lögmætum hætti.

Kröfðust hjónin þessara 10,6 milljóna í bætur auk dráttarvaxta.

Ríkið hélt því fram að rétt hafi verið staðið að sölunni að öllu leyti. Vísaði það einnig til þess að málið væri fyrnt. Skaðabætur fyrnist á fjórum árum frá þeim degi sem tjónþoli hafi fengið nauðsynlegar upplýsingar um tjónið. Hjónin hafi fengið allar nauðsynlegar upplýsingar um söluna árið 2018.

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að málatilbúnaður hjónanna sé „að nokkru leyti óglöggur.“ Til að mynda skorti nokkuð á reifun þess hvaða fjárhæðir hafi gjaldfallið á hverjum gjalddaga fyrir sig í nóvember 2012 og hvaða áhrif endurútreikningur lána hjónanna kunni að hafa haft á fyrningu þeirra. Mögulegt sé að ekki hafi verið nægilega ljóst að vextirnir væru fyrndir þegar salan var til meðferðar hjá sýslumanni.

Mál hjónanna hafi hins vegar verið höfðað í nóvember 2023 en það er niðurstaða dómsins að upplýsingar fyrir hjónin um hið meinta tjón hafi legið fyrir í seinasta lagi í nóvember 2018 með synjun Hæstaréttar við beiðni um að taka mál þeirra fyrir. Ætla megi að á þeim tímapunkti hafi frumvarp sýslumanns að úthlutun söluverðs eignarinnar á nauðungarsölunni legið skýrt fyrir og allar nauðsynlegar upplýsingar þar með. Krafa hjónanna hafi því verið fyrnd ári áður en málið var höfðað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Trausti segir okkur hafa sloppið með skrekkinn í byrjun mánaðar

Trausti segir okkur hafa sloppið með skrekkinn í byrjun mánaðar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Konan fundin – Sjö í haldi vegna málsins

Manndrápsmálið: Konan fundin – Sjö í haldi vegna málsins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kennari áttaði sig ekki á að hann væri að spila klámmynd fyrir allan bekkinn

Kennari áttaði sig ekki á að hann væri að spila klámmynd fyrir allan bekkinn
Fréttir
Í gær

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr fyrir brottför á Keflavíkurflugvelli – Systkini helltu sér yfir áhöfnina

Sauð upp úr fyrir brottför á Keflavíkurflugvelli – Systkini helltu sér yfir áhöfnina