fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. mars 2025 17:30

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að draga að sér rúmlega fjörtíu milljónir króna úr dánarbúi móður sinnar, þar af millifærði hann fimm milljónir króna inn á bankareikning dóttur sinnar, árið 2021, sem þá var 18 ára að aldri.

Í ákæru Héraðssaksóknara á hendur manninum segir að hann hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt, en til vara umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem umboðsmaður erfingja í einkaskiptum á dánarbúinu. Hann og yngri bróðir hans eru erfingjar móðurinnar.

Þá eru listuð upp sjö tilvik, hið fyrsta 3. júní 2019 og hið síðasta 26.apríl 2021, þar sem maðurinn millifærði eða tók út fjármuni af reikning móður sinnar sem samtals nema 40,3 milljónum króna.

Móðir mannsins lést í desember árið 2018 en tæpum sex mánuðum síðar veiti Sýslumaður erfingjum heimild til einkaskipta og var ákærði skipaður umboðsmaður erfingjanna. Það gekk þó ekki betur en svo að dánarbúið var tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í janúar 2022.

Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt 19 milljónir af áðurnefndum 40,3 milljónum með því að millifæra 5 milljónir inn á reikning dóttur sinnar, eins og áður segir, og 14 milljónir inn á eigin reikning.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness en þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hopp harmar skemmdarverkið á Seltjarnarnesi – Afhentu lögreglu upplýsingar um notandann

Hopp harmar skemmdarverkið á Seltjarnarnesi – Afhentu lögreglu upplýsingar um notandann
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Steinar gagnrýnir forseta Hæstaréttar og vill fækka dómurum – „Þetta er að mínum dómi forkastanlegt sjónarmið“

Jón Steinar gagnrýnir forseta Hæstaréttar og vill fækka dómurum – „Þetta er að mínum dómi forkastanlegt sjónarmið“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann
Fréttir
Í gær

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Hætt störfum eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og umdeilda ráðningu sambýlismanns

Hætt störfum eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og umdeilda ráðningu sambýlismanns
Fréttir
Í gær

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“