fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. mars 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að ráðamenn í Evrópu skorti skilning á þeirri staðreynd að Bandaríkjamenn láti sína eigin hagsmuni ráða en ekki hagsmuni Evrópu:

„Síðustu vendingar í alþjóðasamskiptum sýna að Evrópa skilur ekki eða er búin að gleyma því að stórveldi eins og Bandaríkin hugsa fyrst og fremst um sinn eigin hag, ekki annarra. Leiðtogar Evrópu og forysta ESB hefur brugðist í því hlutverki að greina og skilja stóru myndina í alþjóðasamskiptum og átta sig á raunsæjan hátt á því hversu miskunnarlaus hegðun stórvelda getur orðið þegar þau óttast um þjóðaröryggishagsmuni sína. Lönd sem hafa óraunsæja leiðtoga munu alltaf  þjást. Íbúar þeirra munu alltaf verða fyrir vonbrigðum. Það er barnalegt að halda að Bandaríkin setji hagsmuni Evrópu ofar eigin hagsmunum. Stórveldi fórna ekki hagsmunum sínum fyrir önnur ríki, ekki einu sinni fyrir nánustu bandalagsríki sín.“

Hilmar vill ekki afsaka innrás Rússa í Úkraínu en segir hana samt ekki hafa verið tilefnislausa og hægt verið verið að koma í veg fyrir hana:

„Innrás Rússa inn í Úkraínu var ólögleg og hana höfum við fordæmt, en hún var ekki tilefnislaus. Evrópa og Bandaríkin hunsuðu algerlega viðvaranir Rússa árum saman um afleiðingar stækkunar NATO að landamærum Rússlands með tilheyrandi hernaðaruppbyggingu. Það voru líka mistök að hlusta ekki á viðvaranir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, á leiðtogafundi NATO í Búkarest í apríl 2008. Stríðið í Úkraínustríðið er slys sem aldrei þurfti að verða.“

Vísar Hilmar þarna til frægs leiðtogafundar árið 2008 þar sem samþykkt var að stefna að inngöngu Úkraínu í NATÓ.

Hilmar segir að Evrópa súpi seyðið af því að hafa sett öll eggin í sömu körfuna þegar kemur að varnarmálum. Hann segir jafnframt að nauðsynlegt sé að koma á samskiptum við Rússland aftur:

„Evrópa setti öll sín egg í eina körfu, Bandaríkin. Það er staðreynd að Evrópa mun þurfa að lifa með Rússlandi um aldir, hvort sem okkur líkar betur eða verr, og það er nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland fyrr en seinna, þó langur tími líði þar til þau samskipti gætu orðið góð. Sumir leiðtogar ESB hafa sýnt að þeir eru óhæfir, t.d. með hugmyndinni um að hægt sé að brjóta Rússland upp í margar smærri einingar og að Úkraína geti sigrað Rússland á vígvellinum.

Evrópa þarf líka að móta sjálfstæða stefnu gagnvart Kína, stefnu sem tekur fyrst og fremst  mið af hagsmunum Evrópu, hvað sem stórveldasamkeppni Bandaríkjanna og Kína líður. Viðskipti við Kína eru nauðsyn ætli Evrópa að styrkja sig efnahagslega.“

Trump hugsar fyrst og fremst um hagsmuni Bandaríkjanna

Hilmar segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hagi sér eins og við var að búast.

„Honum ber fyrst og fremst að gæta hagsmuna Bandaríkjanna, ekki Evrópu. Hann vill semja frið við Rússland vegna þess að til lengri tíma litið þjónar það hagsmunum Bandaríkjanna. Evrópa er aukaatriði í þeim útreikningi. Bætt samskipti Bandaríkjanna við Rússland eru nauðsyn vegna stórveldasamkeppni Bandaríkjanna við Kína.“

Hilmar segir að vissulega geri Trump margt sem sé umdeilanlegt, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi, auk þess sem hann fari frjálslega með staðreyndir. En það sé barnaskapur að búast við því að hann setji hagsmuni Evrópu í forgang.

„Stórveldi gera stundum róttækar breytingar til að styrkja stöðu sína. Richard Nixon  og Henry Kissinger opnuðu t.d. á samskipti við Kína með heimsókn þangað 1972 vegna þess að það þjónaði hagsmunum Bandaríkjanna í stórveldasamkeppninni við Sovétríkin.“

Hilmar segir að Evrópa eigi að fagna friðarumleitunum Bandaríkjamanna í Úkraínu og ekki streitast gegn þeim. „ESB á að sjá  kostina við að koma á friði og stöðugleika. Það er hætta á að samningsstaða Úkraínu versni enn frekar sé ekki samið fljótlega. Stóraukin hernaðarútgjöld geta líka valdið pólitískum óstöðugleika í Evrópu. Það er ekkert til sem heitir gott stríð og ekkert til sem heitir vondur friður.“

Staða Íslands traust

„Ef Bandaríkin halda því til streitu að NATO ríki eyði 5% af vergri landsframleiðslu árlega til varnarmála og kaupi vopn að mestu frá Bandaríkjunum, gætu Evrópuríki NATO þurft að endurskoða aðild sína að NATO. Það þýðir ekki endilega að NATO hverfi, en það þýðir að ef Bandaríkin ganga of langt þarf Evrópa og einstök Evrópuríki að sýna að þau geti tekið upp sjálfstæða stefnu í þessu máli út frá eigin hagsmunum,“ segir Hilmar ennfremur og bætir við að Íslendingar ættu að halda ró sinni, varnarsamningur okkar við Bandaríkin er í fullu gildi:

„Staða Íslands er ekki sú sama og Evrópuríkja sem eru á meginlandi Evrópu. Ísland eyja á milli Evrópu og Bandaríkjanna án landamæra við önnur ríki. Auk NATO aðildar í 76 ár hefur Ísland varnarsamning við Bandaríkin sem undirritarður var fyrir 74 árum. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel og nauðsynlegt að halda ró sinni þó töluverð ókyrrð geti orðið næstu fjögur árin.

Donald Trump gerði engar róttækar breytingar hvað Ísland varðar á fyrra kjörtímabili sínu. Hann sendi varaforseta sinn, Mike Pence, til Íslands m.a. til að koma þeim boðum til Íslenskra stjórnvalda að við ættum ekki að vinna með Kína í Belti og braut (e. Belt and road initiative). Einnig hófust framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli sem tengjast sameiginlegum varnarhagsmunum Íslands, Bandaríkjanna og NATO. Á þeim óvissutímum sem nú fara í hönd þurfum að fylgjast með og sýna yfirvegun í samskiptum okkar við Bandaríkin.“

Hilmar bendir á að öryggishagsmunir Íslands og Bandaríkjanna fari saman nú, hvað sem síðar kann að verða. Framtíðin er óviss í þessu sem öðru. „Þess vegna á Ísland að forðast illdeilur við öll stórveldi, halda góðum samskiptum við Kína og þegar Bandaríkin vilja friðarsamninga í Úkraínu og bætt samskipti við Rússland eigum við að vera raunsæ og styðja það en ekki streitast á móti. Það voru hrópandi mistök að loka sendiráði Íslands í Moskvu. Ekkert NATO eða ESB ríki fylgdi fordæmi Íslands.“

Íslands á að setja sína öryggishagsmuni ofar öðru og ESB-aðild er ekki tímabær, telur Hilmar:

„Ísland þarf að hugsa um sína eigin þjóðaröryggishagsmuni hvað sem sum ríkin á meginlandi Evrópu kunna að segja um það. Aðild Íslands að ESB er ekki tímabær vegna þeirrar óvissu sem ríkir hjá sambandinu. ESB glímir við stöðnun efnahagslega, háa skuldsetningu, ósamstöðu meðal aðildarríkjanna, kostnaðarsamar skuldbindingar vegna nýrra umsóknarríkja og hugsanlegra breytinga t.d. vegna sameiginlegs Evrópuhers þar sem skuldbindingar einstakra aðildarríkja eru ómótaðar og óþekktar í dag.

ESB hefur reynst ófært um að móta raunsæja stefnu í öryggismálum fyrir Evrópu. Stærstu ESB ríkin hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni og stórveldadrauma sem aðeins magnast ef Bandaríkin yfirgefa Evrópu. ESB er ekki stórveldi í öryggismálum. ESB er myndað af 27 ólíkum þjóðríkjum sem hafa mismunandi hagsmuni og búa við mismunandi aðstæður sem kalla á mismunandi viðbrögð. Það er ekki tímabært fyrir okkur að ganga lengra í Evrópusamrunanum eins og staðan er nú.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hopp harmar skemmdarverkið á Seltjarnarnesi – Afhentu lögreglu upplýsingar um notandann

Hopp harmar skemmdarverkið á Seltjarnarnesi – Afhentu lögreglu upplýsingar um notandann
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Steinar gagnrýnir forseta Hæstaréttar og vill fækka dómurum – „Þetta er að mínum dómi forkastanlegt sjónarmið“

Jón Steinar gagnrýnir forseta Hæstaréttar og vill fækka dómurum – „Þetta er að mínum dómi forkastanlegt sjónarmið“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann
Fréttir
Í gær

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Hætt störfum eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og umdeilda ráðningu sambýlismanns

Hætt störfum eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og umdeilda ráðningu sambýlismanns
Fréttir
Í gær

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“