Sex eru í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á andláti karlmanns í morgun. Lík mannsins fannst á leikvelli í Gufunesi í Reykjavík og áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
Sjá einnig: Manndrápsmálið:Hinn látni var karlmaður á sextugsaldri – Líkið fannst í Gufuneskirkjugarði
Fimm voru handteknir snemma í dag vegna málsins, um er að ræða ungmenni en sá yngsti er 18 ára gamall.
Sá sjötti var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Kópavogi síðdegis eftir umfangsmikla eftirför í Kópavogi og Garðabæ.
Sjá einnig: Manndrápsmálið:Sjötti handtekinn eftir bílaeltingaleik – Konu leitað
Karlmaðurinn sem handtekinn var eftir eftirförina er þekktur dæmdur ofbeldismaður á fertugsaldri.
Vísir hefur eftir heimildum að nokkur hinna fimm sem handtekin voru fyrr í dag tengist svokölluðum tálbeituhópum sem fjölmiðlar hafa fjallað um nýlega, þar á meðal DV. Einhver hinna handteknu hafa fengið dóma fyrir gróf ofbeldisbrot.
Enginn hinna handteknu hafa játað sök í málinu.