fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Manndrápsmálið: Hinn látni var karlmaður á sjötugsaldri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. mars 2025 18:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV fannst karlmaður þungt haldinn á leikvelli í Gufunesi í Grafarvogi í morgun og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Er málið rannsakað sem mögulegt manndrápsmál. Maðurinn er á sjötugsaldri.

Miklir áverkar voru á manninum og samkvæmt heimildum DV eru árásarmennirnir grunaðir um að hafa beitt hann miklum barsmíðum og traðkað á honum. DV hefur hvað sem því líður ekki upplýsingar um dánarorsök.

Um handrukkun var að ræða og neitaði maðurinn að verða við kröfum árásarmanna um að millifæra mikið fé á tiltekinn aðila, svo nemur einhverjum milljónum króna.

Maðurinn er frá Suðurlandi, DV hefur ekki staðfestar upplýsingar um nákvæmlega hvar á Suðurlandi hann bjó, en það gefur ákveðnar vísbendingar að lögregluaðgerðir hafa staðið yfir vegna rannsóknar málsins í Þorlákshöfn í dag.

Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu um málið fyrr í dag og kom þar meðal annars fram að fimm eru í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar:

„Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Rannsókn málsins er á frumstigum og er málið rannsakað sem manndráp. Fimm aðilar eru í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Vegna rannsóknarhagsmuna er að svo stöddu ekki unnt að veita nánari upplýsingar um málið.“

Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við DV fyrr í dag að frekari upplýsinga frá lögreglu um málið væri að vænta á morgun.

Fréttinni hefur verið breytt. Nokkur atriði í henni voru ekki rétt í gær og er beðist velvirðingar á því. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar