fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Manndrápsmálið: Hinn látni var karlmaður á sextugsaldri – Líkið fannst í Gufunesi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. mars 2025 18:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV fannst karlmaður látinn á leikvelli í Gufunesi í Grafarvogi í morgun og er málið rannsakað sem mögulegt manndrápsmál. Maðurinn er á sextugsaldri.

Miklir áverkar voru á manninum og samkvæmt heimildum DV eru árásarmennirnir grunaðir um að hafa beitt hann miklum barsmíðum og traðkað á honum. DV hefur hvað sem því líður ekki upplýsingar um dánarorsök.

Um handrukkun var að ræða og neitaði maðurinn að verða við kröfum árásarmanna um að millifæra mikið fé á tiltekinn aðila, svo nemur einhverjum milljónum króna.

Maðurinn er frá Suðurlandi, DV hefur ekki staðfestar upplýsingar um nákvæmlega hvar á Suðurlandi hann bjó, en það gefur ákveðnar vísbendingar að lögregluaðgerðir hafa staðið yfir vegna rannsóknar málsins í Þorlákshöfn í dag.

Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu um málið fyrr í dag og kom þar meðal annars fram að fimm eru í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar:

„Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Rannsókn málsins er á frumstigum og er málið rannsakað sem manndráp. Fimm aðilar eru í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Vegna rannsóknarhagsmuna er að svo stöddu ekki unnt að veita nánari upplýsingar um málið.“

Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við DV fyrr í dag að frekari upplýsinga frá lögreglu um málið væri að vænta á morgun.

 

Ath. Samkvæmt fyrri frétt DV fannst líkið í Gufuneskirkjugarði. Hið rétta mun vera að maðurinn fannst á leikvelli í Gufunesi. Beðist er velvirðingar á þessari ónákæmni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hopp harmar skemmdarverkið á Seltjarnarnesi – Afhentu lögreglu upplýsingar um notandann

Hopp harmar skemmdarverkið á Seltjarnarnesi – Afhentu lögreglu upplýsingar um notandann
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Steinar gagnrýnir forseta Hæstaréttar og vill fækka dómurum – „Þetta er að mínum dómi forkastanlegt sjónarmið“

Jón Steinar gagnrýnir forseta Hæstaréttar og vill fækka dómurum – „Þetta er að mínum dómi forkastanlegt sjónarmið“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann
Fréttir
Í gær

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Hætt störfum eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og umdeilda ráðningu sambýlismanns

Hætt störfum eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og umdeilda ráðningu sambýlismanns
Fréttir
Í gær

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“