fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Íslensk kona búsett í Noregi ákærð fyrir kókaínakstur á Norðurlandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. mars 2025 10:06

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra hefur verið gefin út í Lögbirtingablaðinu á hendur íslenskri konu sem skráð er með búsetu í Noregi fyrir að aka bifreið á Norðurlandi undir áhrifum kókaíns með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði utan vegar.

Konunni er stefnt til að mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands Vestra þegar mál hennar verður tekið fyrir í lok apríl. Konan er ákærð fyrir hafa aðfaranótt miðvikudagsins 23. ágúst 2023 ekið bifreiðinni norður Norðurlandsfjallsveg við Stóru-Giljá í Húnabyggð, og misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar, óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa kókaíns. Magns kókaíns í blóði konunnar reyndist 75 nanógrömm per millilítra.

Þess er krafist að konan verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar.

Samkvæmt ákærunni er heimilisfang konunnar í Noregi óþekkt og því hefur væntanlega ekki tekist að birta henni ákæruna og þar með farin sú leið að birta hana í Lögbirtingablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy