AFP skýrir frá þessu og bendir á að Rússar séu oft sakaðir um að senda hermenn sína í „hakkavél“ án þess að hafa minnstu áhyggjur af hvort þeir lifi eða deyi. Bardagarnir um Avdivka og Bakmút hafa verið kallaðir „hakkavélar“ því þeir voru svo blóðugir.
Mörgum þykir því ansi ósmekklegt að mæðurnar hafi fengið hakkavél að gjöf frá flokki Pútíns. Maksim Tjengajev, borgarstjóri, sem tók þátt í heimsóknunum sagði að ekki hafi verið ætlunin að gefa hakkavélar en „ein mæðranna bað um hakkavél og þá gátum við auðvitað ekki sagt nei,“ sagði hann.