fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. mars 2025 04:13

Þessi móðir fallins hermanns fékk hakkavél. Mynd:Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur stjórnmálamanna úr flokki Vladímír Pútín, Sameinað Rússland, birtu um helgina myndir á samfélagsmiðlum af heimsóknum til mæðra sem syrgja syni sína sem féllu í stríðinu í Úkraínu. Þeim voru færðar blóm og hakkavélar ásamt korti þar sem flokkurinn þakkar mæðrunum fyrir „þá ást sem þær leggja í uppeldi sonanna“.

AFP skýrir frá þessu og bendir á að Rússar séu oft sakaðir um að senda hermenn sína í „hakkavél“ án þess að hafa minnstu áhyggjur af hvort þeir lifi eða deyi. Bardagarnir um Avdivka og Bakmút hafa verið kallaðir „hakkavélar“ því þeir voru svo blóðugir.

Mörgum þykir því ansi ósmekklegt að mæðurnar hafi fengið hakkavél að gjöf frá flokki Pútíns. Maksim Tjengajev, borgarstjóri, sem tók þátt í heimsóknunum sagði að ekki hafi verið ætlunin að gefa hakkavélar en „ein mæðranna bað um hakkavél og þá gátum við auðvitað ekki sagt nei,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar