fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fréttir

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. mars 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbrandur Bogason, ökukennari með yfir 50 ára reynslu og fyrrverandi formaður Ökukennarafélags Íslands, veltir fyrir sér hvort ekki sé tímabært að hið opinbera fari að tileinka sér mildari og manneskjulegri aðferðir til að kanna hæfi og getu eldri einstaklinga til aksturs.

Guðbrandur skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann lýsir meðal annars raunum 96 ára ökumanns sem setti sig í samband við hann fyrir skemmstu.

Þá vísar hann í grein eftir hagfræðinginn Pétur J. Eiríksson sem birtist í Morgunblaðinu 4. febrúar síðastliðinn þar sem Pétur varpaði ljósi á hvernig þessum málum er háttað í Svíþjóð.

Benti hann til dæmis á að sænskur eftirlaunaþegi hafi endurnýjað ökuréttindi sín frá þeim tíma að hann komst á eftirlaun og til 90 ára aldurs alls þrisvar sinnum á meðan íslenskur jafnaldri hans hefur þurft að endurnýja sín ökuréttindi fimmtán sinnum á sama tímabili.

Í Svíþjóð sé það einnig stjórnvaldsins og heilbrigðiskerfisins að sanna að einstaklingur sé ekki lengur hæfur til að stjórna ökutæki en hér sé það einstaklingsins að sanna að hann sé enn fær um að geta ekið. „Er ekki eitthvað mikið að hér?,“ spyr Guðbrandur sem lýsir svo reynslu hins aldna ökumanns sem hafði samband við hann.

Sendur í próf

„Fyr­ir skömmu hafði sam­band við mig 96 ára gam­all maður sem hafði fengið þann úr­sk­urð hjá heilsu­gæslu­lækni að hann þyrfti nán­ari skoðunar við áður en öku­skír­teini hans yrði end­urút­gefið. Hann fór með vott­orðið til sýslu­manns­ins á höfuðborg­ar­svæðinu sem úr­sk­urðaði að hann þyrfti að þreyta próf í akst­urs­hæfni hjá Frum­herja hf. en það fyr­ir­tæki hef­ur einka­rétt á fram­kvæmd öku­prófa hér á landi. Fyrr­nefnd­ur ein­stak­ling­ur leitaði til und­ir­ritaðs og falaðist eft­ir aðstoð hans við und­ir­bún­ing fyr­ir prófið. Við hóf­um okk­ar sam­starf með því að við fór­um sam­an í öku­ferð á kennslu­bif­reið minni en strax í upp­hafi henn­ar kom í ljós að viðkom­andi ein­stak­ling­ur hafði mjög mikla og góða hæfni sem ökumaður og þótt á ökutímann liði kom ekk­ert það fram sem benti til ann­ars en þessi fyrsta til­finn­ing und­ir­ritaðs væri rétt. Því var pantaður tími fyr­ir hæfni­prófið sem fór fram 18. fe­brú­ar síðastliðinn.“

Guðbrandur segir síðan að eins og við var búist hafi prófið gengið vel og átti hann samtal við prófdómarann í kjölfarið.

„Voru þeir sam­mála um að marg­ir 17 til 25 ára öku­menn mættu vera ánægðir með að akst­ur þeirra væri af sömu gæðum og akst­ur þessa 96 ára gamla próf­taka og gott væri að öku­menn tækju hann sér til fyr­ir­mynd­ar. Viðkom­andi býr einn í eig­in íbúð og sér al­ger­lega um sig sjálf­ur og þarf meðal ann­ars að sjá um aðdrætti fyr­ir heim­ili sitt en hann á ekki gott með gang sem stend­ur vegna ökkla­brots. Rétt er einnig að geta þess hér að embætti sýslu­manns sýndi hon­um þá sér­stöku mann­gæsku að neita hon­um um bráðabirgðaakst­urs­heim­ild þannig að hann kæm­ist út í búð að sækja sér mat.“

„Óvenju ósvífnar árásir“

Guðbrandur segir að þessi ákvörðun heilbrigðiskerfisins og sýslumanns hafi kostað þennan einstakling tugi þúsunda króna að þessu sinni, en gera megi ráð fyrir að hann þurfi að endurtaka leikinn að ári liðnu og síðan koll af kolli.

„Að mati und­ir­ritaðs er hér um að ræða óvenju ósvífn­ar árás­ir sam­fé­lags­ins á ein­stak­linga sem gera sitt ýtr­asta til að standa sig sem allra best og íþyngja hvorki embætt­inu né sam­fé­lag­inu að óþörfu. Það má svo koma fram að und­ir­rituðum er kunn­ugt um að þetta er langt í frá eina til­vikið þar sem mis­rétti viðgengst varðandi þenn­an mála­flokk.“

Guðbrandur veltir fyrir sér hvort ekki sé tímabært að hið opinbera fari að tileinka sér mildari og manneskjulegri aðferðir til að hanna hæfi og getu eldri einstaklinga til aksturs og leiti í því sambandi til reynslu grannþjóða okkar.

„Því eru hér í lok­in ít­rekaðar ósk­ir sem sett­ar voru fram í grein und­ir­ritaðs um sama efni frá 21. janú­ar 2025 þar sem skorað var á ný­kjörna alþing­is­menn og ráðherra samgöngu- og dóms­mála að beita sér fyr­ir lag­fær­ing­um á þess­um van­v­irðandi aðferðum sem eldri borg­ar­ar eru beitt­ir hér á landi við end­ur­nýj­un öku­rétt­inda sinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur flugfarþega til að gera ekki sömu mistök og hún gerði

Hvetur flugfarþega til að gera ekki sömu mistök og hún gerði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virðist ekki fá nóg af því að senda Vestmannaeyjabæ fyrirspurnir

Virðist ekki fá nóg af því að senda Vestmannaeyjabæ fyrirspurnir