Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og hæstaréttarlögmaður, gefur kost á sér í varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem fer fram nú um helgina.
Sjá einnig: Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Í gær birti Diljá Mist klippu þar sem hún segir sínar skoðanir umbúðalaust í þrjár mínútur.
„Þið vitið hvar þið hafið mig.
Ég segi mínar skoðanir umbúðalaust – segi það sem ég meina og meina það sem ég segi. Klippti saman 3 mínútur af því.
Tjáningarfrelsið og það að við eigum að umbera hræðilegar skoðanir, dyggðaskreyting jafnlaunavottunar, útþensla báknsins, ríkisvæðing stjórnmálaflokka, slaufunarmenning, mikilvægi þess að ræða útlendingamálin og fleira og fleira.“
Klippurnar eru úr viðtölum í Ein pæling, Brotkast og Sölva Tryggva.