fbpx
Sunnudagur 02.mars 2025
Fréttir

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 1. mars 2025 18:30

Oplinger segir að verndartollar séu ekki nóg til að færa álframleiðsluna til Bandaríkjanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski álframleiðandinn Alcoa, sem rekur álverið í Reyðarfirði, hefur varað Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að fyrirhugaðir verndartollar muni ekki reynast vernd fyrir bandarískan áliðnað. Þvert á móti þá sé líklegt að allt að 100 þúsund bandarísk störf glatist.

Alcoa er tæplega 140 ára gamalt fyrirtæki með höfuðstöðvar í iðnaðarborginni Pittsburgh í Bandaríkjunum. Það er hins vegar með starfsemi víða um heim. Meðal annars á Íslandi, Kanada, Ástralíu, Bretlandi, Gana og Jamaíku.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað 25 prósent verndartolla á ál og stál sem flutt sé inn. Tilgangurinn er að vernda bandaríska framleiðslu. Tollarnir verða settir á á þriðjudag, 4. mars.

Þveröfug áhrif

Eins og Reuters greinir frá sagði Bill Oplinger, stjórnarformaður Alcoa, á námuvinnsluráðstefnu í Flórída að verndartollar Trump myndu kosta um það bil 20 þúsund störf í bandarískum áliðnaði. Ekki nóg með það heldur einnig um 80 þúsund störf í afleiddum greinum einnig. Þetta myndi því hafa þveröfug áhrif en ætlast er til.

„Þetta er slæmt fyrir áliðnaðinn í Bandaríkjunum og þetta er slæmt fyrir bandarískt verkafólk,“ sagði Oplinger á ráðstefnunni.

Alcoa er einn af þeim álframleiðendum sem hafa dregið úr framleiðslu í Bandaríkjunum. Árið 2000 voru framleidd 3,7 milljón tonn af áli í Bandaríkjunum en í fyrra var framleiðslan komin niður í 670 þúsund tonn. Helsta ástæðan fyrir því að framleiðendur hafa flutt starfsemina annað er hár orkukostnaður í Bandaríkjunum.

Orkuverð skiptir meira máli

Verndartollarnir eiga að hvetja fyrirtæki til þess að færa framleiðsluna inn fyrir múrana. En Oplinger segir að tollarnir séu ekki nóg til þess að fá Alcoa til þess að flytja sína framleiðslu.

„Það er mjög erfitt að taka slíka fjárfestingarákvörðun, eins og um að hefja aftur framleiðslu, án þess að vita hversu lengi verndartollarnir verða,“ sagði Oplinger. Greindi hann einnig frá því að hann hefði óskað eftir undanþágu fyrir ál sem framleitt er í Kanada. Hafa ber í huga að nær allt ál sem framleitt er á Íslandi fer á markað í Evrópu en ekki Bandaríkjunum.

Orkukostnaður er stóra málið að sögn Oplinger. Ef Bandaríkin hefðu gnægð ódýrrar orku, eins og á Íslandi, þá gæti orðið fýsilegt að framleiða ál í Bandaríkjunum aftur. Álframleiðsla er orkufrek og orkan er ein stærsta breytan í iðnaðinum.

Flóðgáttir gætu opnast eftir stríð

Oplinger ræddi einnig áhrif Úkraínustríðsins sem hefur haft mikil áhrif á áliðnaðinn. Rússar eru stórir álframleiðendur og kaup á rússnesku áli hefur dregist verulega saman eftir að stríðið hófst. Ef stríðinu lýkur brátt gæti farið svo að flóðgáttir rússnesks áls til Evrópu opnuðu á nýjan leik.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dilja Mist segir skoðanir sínar umbúðalaust í 3 mínútur

Dilja Mist segir skoðanir sínar umbúðalaust í 3 mínútur
Fréttir
Í gær

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landhelgisgæslan tók völdin um borð í íslensku skipi

Landhelgisgæslan tók völdin um borð í íslensku skipi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langvarandi nágrannaerjur í Laugardal – Hafði sigur vegna leka af völdum framkvæmda nágrannans

Langvarandi nágrannaerjur í Laugardal – Hafði sigur vegna leka af völdum framkvæmda nágrannans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gunnars fær það óþvegið eftir ásakanapistil – Sagður hafa sent skilaboð á like-síðu Guðrúnar og brugðist hinn versti við svarleysi

Jón Gunnars fær það óþvegið eftir ásakanapistil – Sagður hafa sent skilaboð á like-síðu Guðrúnar og brugðist hinn versti við svarleysi